

Sérkennari í sérdeild
Auglýst er 100% staða sérkennara í Sérdeild Sunnulækjarskóla frá 1. ágúst 2025
Sérdeild Sunnulækjarskóla, Setrið, auglýsir eftir drífandi og kraftmiklum sérkennara í fullt starf frá 1. ágúst. Sékennari veitir til dæmis leiðsögn og ráðgjöf til foreldra, kennara og annarra starfsmanna ásamt því að kenna og styðja við nám nemenda er þurfa á sértækum stuðningi að halda.
Setrið er deild í Sunnulækjarskóla þar sem rúmlega 30 börn stunda nám. Deildin veitir nemendum með sérþarfir fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu. Áhersla er lögð á að nemendur geti þroskað persónuleika sinn, hæfileika og sköpunargáfu, ásamt andlegri og líkamlegri getu og verið félagslega virkir þátttakendur í skólasamfélaginu þar sem byggt er á styrkleikum þeirra.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
- Fylgjast með velferð nemenda, hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þeir fái notið sín sem einstaklingar
- Sinnir kennslu sem tekur mið af þörfum nemenda og aðstæðum. Sérkennari annast skipulagningu sérkennslu í samstarfi við deildarstjóra og annað starfsfólk
- Ber ábyrgð á að tryggja öryggi og velferð nemenda sinna
- Sérkennari vinnur í nánu samstarfi við starfsfólk deildarinnar og foreldra/forráðamenn nemenda í samráði við deildarstjóra
- Kemur að gerð einstaklingsnámsskráa í samstarfi við annað starfsfólk, umsjónakennara og deildarstjóra
- Veitir faglega ráðgjöf og liðsinni til foreldra, kennara og starfsfólks varðandi námsefni og kennsluaðferðir
- Leyfisbréf grunnskólakennara
- Framhaldsmenntun á sviði kennslu- og uppeldisfræða eða sérkennslu er æskileg
- Hæfni og áhugi á skólastarfi
- Þekking á skipulagðri kennslu (TEACCH) er æskileg
- Kennslureynsla og reynsla af sérkennslu æskileg
- Reynsla af teymisvinnu æskileg
- Færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði
- Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku












