Sérkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli auglýsir eftir sérkennara út skólaárið.
Í skólanum eru 480 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 85 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar.
Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda Menntastefnu Garðabæjar. Læsi og leiðsagnarnám skipa stóran sess og þjónusta við nemendur með sérþarfir er öflug. Deildarstjóri stoðþjónustu er næsti yfirmaður sérkennara. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggur nám og kennslu nemenda með sérþarfir
- Sinnir kennslu nemenda
- Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsfólki
- Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Tekur þátt í teymisvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
- Reynsla af kennslu í grunnskóla æskileg
- Reynsla af sérkennslu í grunnskóla er kostur
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi á skólaþróun
- Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð tölvukunnátta
- Lausnamiðað viðhorf til flókinna úrlausnarefna
Auglýsing birt1. október 2024
Umsóknarfrestur15. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Skólabraut 5, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Steinahlíð
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Akrar
Leikskólar LFA - Viltu vera með ?
LFA ehf.
Leikskólakennari/leiðbeinandi
Heilsuleikskólinn Kór
Sérkennari - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Deildarstjóri - Hraunvallaleikskóli
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður í sérkennslu í leikskólann Laugasól
Leikskólinn Laugasól
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Árbæ
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarholti
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Umsjónarkennari á miðstigi
Vatnsendaskóli
Stuðningur við börn með þroskafrávik
Arnarskóli