Gefn ehf.
Gefn ehf.

Sérfræðingur við þróun efnaferla og efnavöru

Gefn óskar eftir að ráða efnafræðing eða efnaverkfræðing, með reynslu af vinnu á rannsóknarstofu, í fullt starf við þróun efnaferla og efnavöru.

Hjá Gefn er unnið að nýsköpun í grænni efnafræði. Við þróum og nýtum tækni til að umbreyta úrgangi og útblæstri í verðmæta efnavöru og eldsneyti. Við veitum einnig tækniþjónustu og þróum verkefni sem tengjast nýtingu tækninnar. Gefn á í samstarfi við fjölda aðila innanlands og erlendis.

Verkefni viðkomandi munu einkum fela í sér vinnu við:

  • Efnasmíðar, efnagreiningar og þróun uppskrifta efnablanda
  • Rekstur frumgerða efnaferla
  • Þátttöku í hönnun og þróun efnaferla, tækja og mælibúnaðar
  • Umsjón með rannsóknarstofu ásamt innkaupum á rekstrarvöru

Starfið mun bjóða upp á góða möguleika til þróunar í starfi, virkra þátttöku í uppbyggingu félagsins og sveigjanlegan vinnutíma.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistaragráða eða doktorsgráða í efnafræði eða efnaverkfræði
  • Reynsla af vinnu á rannsóknarstofu, þ.m.t. í efnasmíðum og við efnagreiningar
  • Góð þekking á efnagreiningum og efnagreiningatækjum
  • Færni í greiningu gagna
  • Þekking á hönnun tilrauna (DOE) er kostur
  • Færni í ritun tæknilegra skilgreininga, leiðbeininga og skýrslugerð
  • Góð tölvuþekking
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í máli og riti – kunnátta í norðurlandamálum og/eða þýsku er kostur
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Sveigjanlegur vinnutími
Með umsókn skal fylgja
  • Afrit af prófskírteini
  • Ítarleg ferilskrá
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi
  • Nöfn 1-3 meðmælenda ásamt netföngum og/eða símanúmerum þeirra
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur23. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Víkurhvarf 8, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar