Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.

Sérfræðingur trygginga- og gæðamála

Smyril Line Ísland auglýsir eftir metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi til að takast á við starf sérfræðings trygginga- og gæðamála.

Um er að ræða nýtt spennandi starf innan fyrirtækisins með miklum möguleikum á að vaxa og þróast í starfi í alþjóðlegu umhverfi.

Viðkomandi mun starfa náið með framkvæmdastjóra og erlendum samstarfsaðilum sem sinna trygginga- og gæðamálum í inn- og útflutningi.

Starfið er fullt starf á starfsstöð félagsins í Reykjavík en einnig er í boði að vinna á starfsstöð í Þorlákshöfn.

Vinnutími er 8:30 til 16:30 alla virka daga. Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti og þjónusta við viðskiptavini félagsins vegna sjó- og eignatjóna.

  • Innleiðing og viðhald á ferlum og gæðastjórnunarkerfum.
  • Skráning og vinnsla tjóna og tryggingamála.

  • Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjóri leggur til.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

  • Góð þekking á tölvu- og upplýsingatækni.

  • Góð samskiptafærni og hæfni til að koma frá sér upplýsingum í ræðu og riti.

  • Frumkvæði og þjónustulipurð.

Auglýsing birt27. maí 2024
Umsóknarfrestur21. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
DanskaDanskaMeðalhæfni
Staðsetning
Klettháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar