LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Sérfræðingur réttinda á lífeyrissviði

Viltu sinna fjölbreyttum sérfræði- og þróunarverkefnum í líflegu umhverfi hjá stærsta lífeyrissjóði landsins? LSR leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með ríka greiningarhæfni í stöðu sérfræðings í réttindamálum á lífeyrissviði. Meðal verkefna eru gagnagreiningar, úrvinnsla umsókna, umsýsla lífeyrisréttinda, þátttaka í þróunarverkefnum og þjónusta við sjóðfélaga.

LSR vinnur að spennandi nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem snúa að upplýsingakerfum sjóðsins og aukinni þjónustu við sjóðfélaga. Sérfræðingur réttinda mun taka virkan þátt í þessari vinnu og því er hér frábært tækifæri fyrir öflugan starfskraft til að hafa áhrif á þróun sjóðsins til framtíðar og móta sitt framtíðarstarf.

Helstu verkefni og ábyrgð
Gagnaöflun, skráning og greining gagna.
Meðhöndlun og úrvinnsla umsókna um lífeyri og umsýsla lífeyrisréttinda.
Eftirlit með réttindum sjóðfélaga.
Þátttaka í þróunarverkefnum.
Upplýsingagjöf varðandi lífeyrisréttindi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Mjög góð greiningargeta, talnagleggni og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
Starfsreynsla í lífeyrismálum er kostur.
Mjög góð tölvukunnátta skilyrði.
Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli.
Auglýsing stofnuð24. ágúst 2023
Umsóknarfrestur7. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMikil hæfni
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar