
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Hjá sjóðnum starfa um hátt í 60 manns með fjölbreyttan bakgrunn sem nýta þekkingu sína og hæfileika til að sinna áskorunum í síbreytilegu starfsumhverfi.
Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að ávaxta eignir sjóðfélaga með traustum hætti til næstu áratuga. LSR starfar í samræmi við vottað jafnlaunakerfi og jafnréttisáætlun sjóðsins.

Sérfræðingur réttinda á lífeyrissviði
Viltu sinna fjölbreyttum sérfræði- og þróunarverkefnum í líflegu umhverfi hjá stærsta lífeyrissjóði landsins? LSR leitar að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með ríka greiningarhæfni í stöðu sérfræðings í réttindamálum á lífeyrissviði. Meðal verkefna eru gagnagreiningar, úrvinnsla umsókna, umsýsla lífeyrisréttinda, þátttaka í þróunarverkefnum og þjónusta við sjóðfélaga.
LSR vinnur að spennandi nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem snúa að upplýsingakerfum sjóðsins og aukinni þjónustu við sjóðfélaga. Sérfræðingur réttinda mun taka virkan þátt í þessari vinnu og því er hér frábært tækifæri fyrir öflugan starfskraft til að hafa áhrif á þróun sjóðsins til framtíðar og móta sitt framtíðarstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Gagnaöflun, skráning og greining gagna.
Meðhöndlun og úrvinnsla umsókna um lífeyri og umsýsla lífeyrisréttinda.
Eftirlit með réttindum sjóðfélaga.
Þátttaka í þróunarverkefnum.
Upplýsingagjöf varðandi lífeyrisréttindi.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Mjög góð greiningargeta, talnagleggni og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
Starfsreynsla í lífeyrismálum er kostur.
Mjög góð tölvukunnátta skilyrði.
Mjög gott vald á íslensku og gott vald á ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli.
Auglýsing stofnuð24. ágúst 2023
Umsóknarfrestur7. september 2023
Starfstegund
Staðsetning
Engjateigur 11, 105 Reykjavík
Tungumálakunnátta


Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustufulltrúi
Póstdreifing ehf.
Mannauðsfulltrúi/launafulltrúi
Stjörnugrís hf.
Executive Assistant (Fixed Term Contract)
NetApp Iceland
Þjónustufulltrúi
N1
Starfsmaður á skrifstofu
Slysavarnafélagið Landsbjörg
Málstjóri farsældar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Ábyrgðafulltrúi BL
BL ehf.
Sérfræðistörf í miðbæ Akureyrar
Skatturinn
Starf í vöruþróun
Eldum rétt
Viðskiptastjóri bíla- og tækjafjármögnunar
Arion banki
Bílstjóri - Afgreiðsla - Verkstæði - Dekkjaverkstæði
Vaka hf
Móttökustarfsmaður
Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Ey...