Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með rúmlega 40 þúsund íbúa. Nafn bæjarins er dregið af jörðinni Kópavogi sem ríkissjóður átti í byrjun síðustu aldar og leigði út ásamt annarri jörð Digranesi í nágrenni hennar. Kópavogshreppur var stofnaður í byrjun árs 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900. Hreppurinn óx hratt og voru íbúar orðnir 3.783 þegar Kópavogur hlaut kaupstaðarréttindi 11. maí árið 1955. Í Kópavogi er mikil og fjölbreytt atvinnustarfsemi. Mest er um iðnað, þjónustu og verslun af ýmsu tagi og má geta þess að Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins. Í bænum eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og aðstaða til íþróttaiðkunar er með því besta sem þekkist. Þá eru Kópavogsbúar afar stoltir af menningarstofnunum sínum á Borgarholtinu, svo sem Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs, Tónlistarsafni Íslands og Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.
Kópavogsbær

Sérfræðingur óskast í innkaupadeild

Kópavogsbær leitar að metnaðarfullum og reynslumiklum einstaklingi í starf sérfræðings innkaupadeildar. Sérfræðingur innkaupadeildar hefur umsjón með útboðum og verðfyrirspurnum, samningastjórnun og rekstur og þjónustu vefverslunar. Sérfræðingur sér um daglega þjónustu við svið og stofnanir og skipuleggur og hefur umsjón með innkaupanámskeiðum.

Innkaupadeild heyrir undir fjármálasvið sem hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Kópavogs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Sérfræðingur innkaupadeildar heyrir undir deildarstjóra innkaupadeildar og starfar með stjórnendum á öllum sviðum Kópavogsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
Útboð, verðfyrirspurnir og verðkannanir
Samningastjórnun og birgjamat
Þjónusta, upplýsingagjöf og ráðgjöf við svið og stofnanir
Kynning og fræðsla á innkaupamálum
Daglegur rekstur vefverslunar og utanumhald um innkaupaheimildir
Þátttaka í umbótaverkefnum og þróun
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf (B.A., B.S.) í vörustjórnun, viðskiptafræði, verkfræði eða sambærilegu
Þekking og reynsla af innkaupum og/eða vörustjórnun
Gott vald á upplýsingatækni, svo sem notkun viðskiptakerfa, töflureikna o.þ.h.
Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Sjálfstæð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun
Skipulagshæfni, nákvæmni, metnaður og frumkvæði
Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á íslensku og ensku
Þekking á opinberum innkaupum er æskileg
Reynsla af gerð útboða og verðfyrirspurna er kostur
Reynsla af samningastjórnun er kostur
Auglýsing stofnuð19. september 2023
Umsóknarfrestur3. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.