Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Á Umhverfis og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem eiga að auðga mannlífið í borginni. Nánar má lesa um sviðið hér: https://reykjavik.is/umhverfis-og-skipulagssvid Starfsfólk umhverfis- og skipulagssviðs býr yfir einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir og gegnir lykilhlutverki í því að gera Reykjavík að enn betri borg. Leiðarljós sviðsins eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg.
Umhverfis- og skipulagssvið

Sérfræðingur leyfisveitinga – öryggismál / sérverkefni

Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í umbótarverkefnum og stefnu deildar í samráði við stjórnanda.
Leyfisveitingar á borgarlandi vegna framkvæmda, viðburða, afnota eða götu- og torgsölu.
Eftirlit, úttektir, upplýsingagjöf, ferlagerð og ráðgjöf vegna málaflokksins.
Formleg og bein samskipti við íbúa, framkvæmda- ábyrgðar, og hagsmunaaðila.
Yfirferð, umsagnir, vinnsla, eftirfylgni, skjölun og miðlun gagna er varða leyfisumsóknir og eftirlit.
Vinna að stefnu í öryggismálum og vinnusvæðamerkingum og stuðla að aukinni öryggisvitund.
Fræðsla til starfsmanna stofnunar, þjónustuþega sem og annarra hagaðila.
Ýmis tilfallandi sérverkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Öryggisvitund.
Þekking á skipulagi og hönnun framkvæmdasvæða er kostur.
Skipulagsfærni og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
Ferla- og lausnarmiðuð hugsun og áhugi af verkefna- og umbótavinnu í teymum.
Þekking og reynsla af verkferlavinnu og aðferðafræði Lean er kostur.
Þekkingu á skipulags- og byggingalögum er kostur.
Góð kunnátta í íslensku og ensku er skilyrði og færni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Færni í notkun á algengum hugbúnaði sem tengist tækni- og skrifstofustörfum.
Ökuréttindi.
Auglýsing stofnuð22. maí 2023
Umsóknarfrestur6. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.