PLAY
PLAY
PLAY

Sérfræðingur í viðskiptaþróun

PLAY er að leita að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að gegna starfi Sérfræðings í viðskiptaþróun. Þetta er fjölbreytt og krefjandi starf og meðal helstu verkefna eru greining á nýjum viðskiptatækifærum, gerð viðskiptaáætlana, greiningarvinna og stjórnun umbótaverkefna þvert á félagið. Starfið felur í sér náið samstarf við öll svið og framkvæmdastjórn PLAY.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ábyrgð á framvindu verkefna tengd viðskiptaþróun
 • Þátttaka og eftirlit með þverfaglegum verkefnum með yfirstjórn Play
 • Þátttaka í verkefnum tengdum þróun og stefnumótun
 • Greining á nýjum viðskiptatækifærum
 • Gerð langtímaáætlana með hagsmunaaðilum
 • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Háskólamenntun í viðskiptafræði, fjármálum, verkfræði eða tengdum sviðum, meistaragráða kostur
 • Reynsla af sambærilegu starfi
 • Færni í stýringu verkefna
 • Framúrskarandi samskiptafærni og geta til að vinna vel í hópi
 • Skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
 • Góð greiningarhæfni, samskiptahæfni og rekstrarvitund
 • Reynsla af framsetningu tölulegra gagna
 • Geta til að takast á við flókin verkefni, vinna hratt og undir álagi
 • Góð íslensku- og enskukunnátta bæði í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð11. júní 2024
Umsóknarfrestur23. júní 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar