
Landsbankinn
Hjá Landsbankanum starfar fjölbreyttur hópur fólks með ólíka þekkingu, reynslu og bakgrunn. Reynslan sem býr í starfsfólkinu styrkir stoðir rekstrarins á meðan fjárfesting í öflugri endurmenntun, starfsþróun og ráðning nýrra starfskrafta tryggir stöðuga framþróun.
Við erum hreyfiafl í samfélaginu og vinnum ötullega að því að rödd bankans sé sterk, traustvekjandi, að hún fylli starfsfólk stolti og efli árangursdrifna menningu.

Sérfræðingur í Viðskiptalausnum
Við leitum að liðsfélaga í teymi Viðskiptalausna á Einstaklingssviði Landsbankans. Viðskiptalausnir tryggja gæði þjónustu bankans til einstaklinga og sinna rekstri á vörum og þjónustu sviðsins. Viðskiptalausnir stýra samskiptaleiðum, vildarþjónustu og Aukakrónukerfi. Deildin sinnir verkefnum er snúa að umbreytingu þjónustu, reiðufjárþjónustu, sölu, ráðgjöf og þjálfun starfsfólks.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur á vörum og þjónustu með áherslu á greiðslukort
- Samskipti við samstarfsaðila vegna greiðslukorta
- Tryggja þjónustugæði og innleiða nýjar lausnir
- Greining gagna og þátttaka í tæknilegum verkefnum
- Sala, fræðsla og þjálfun
- Miðlun upplýsinga og textagerð
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og þekking á kortaumhverfi skilyrði
- Reynsla af sölu- eða þjónustustarfi skilyrði
- Reynsla af stafrænni þróun og upplýsingatækni kostur
- Umbótahugsun og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði og færni í samskiptum
- Góð færni í íslensku og ensku
Auglýsing birt2. janúar 2026
Umsóknarfrestur18. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaValkvætt
Staðsetning
Landsbankinn
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiSkipulagSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Sambærileg störf (10)

Við erum að ráða í áhættu-og gæðadeild Deloitte
Deloitte

Bókari og Uppgjörsaðili
Fjárheimar ehf.

Sérfræðingar í bókhaldi og/eða uppgjörum
Löggiltir endurskoðendur ehf

Forstöðumaður sölu og þjónustu
Dineout ehf.

Sérfræðingur í Hagdeild
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Markaðssérfræðingur/ Marketing Specialist
Hefring Marine

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Fyrirtækjaráðgjafi - Selfoss
Íslandsbanki

Sérfræðingur á fjármálasviði – tímabundið starf
Orkuveitan

Sölustjóri (Head of Sales)
Taktikal