Veitur
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Liggur greining og hagnýting gagna vel fyrir þér og býrð þú yfir virkri umbótahugsun?
Veitur leita að metnaðarfullum sérfræðingi í viðskiptagreind til að starfa í frábæru teymi Viðskiptagreindar og þróunar hjá Veitum. Starfið felur í sér krefjandi og fjölbreytt verkefni sem unnin eru í nánu samstarfi við stjórnendur með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta rekstur fyrirtækisins. Viðkomandi mun leika lykilhlutverk í að þróa og innleiða greiningar sem styðja við framúrskarandi rekstur Veitna og stuðla að stöðugum umbótum og nýsköpun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald mælaborða fyrir stjórnendur og aðra hagsmunaaðila.
- Úrvinnsla og framsetning stjórnendaupplýsinga.
- Greining á rekstrargögnum til að styðja við rekstrarákvarðanir og stefnu.
- Samstarf við teymi og deildir við að greina þarfir og þróa gagnadrifnar lausnir.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umtalsverð reynsla og hæfni í að greiningum sem stuðla að aukinni skilvirkni fyrirtækja.
- Þekking á tólum og hugbúnaði fyrir viðskiptagreind t.d. Power BI, Tableau eða sambærilegum lausnum.
- Greiningarhæfni og nákvæmni í framsetningu gagna.
- Góð samskiptahæfni og geta til að miðla flóknum upplýsingum á skýran hátt.
- Jákvæðni, þjónustulund og góð samskiptahæfni.
Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GagnagreiningGervigreindPower BIPythonSQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
EHS Specialist
Alvotech hf
Umhverfis- og framkvæmdasvið - Deildarstjóri Umhverfismála
Reykjanesbær
Sérfræðingur Flugvallarþjónustu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Eignaumsýslusvið - Verkefnastjóri viðhalds og verkframkvæmda
Reykjanesbær
Akademísk staða í raforkuverkfræði
Háskólinn í Reykjavík
Hugbúnaðarsérfræðingur
Veritas
Deildarstjóri á gæðatrygginga-og gæðaeftirlitsdeild
Coripharma ehf.
Sérfræðingur í umsjónardeild á Suðursvæði
Vegagerðin
Power Platform Sérfræðingur
ST2
Forritari/Hugbúnaðarsérfræðingur - Akureyri
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Sérfræðingur í gagnavísindum og hermun aflkerfa
Veitur
Verkefnalóðs
Landsnet hf.