Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í veðurlíkönum

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi til að starfa með öflugum hópi sérfræðinga í þróun veðurlíkana og afurða þeirra. Viðkomandi mun taka þátt í þróun og rekstri HARMONIE-AROME veðurlíkansins og tengdum líkönum. Leitað er eftir öflugum aðila sem hefur góðan bakgrunn í eðlisfræðilegum líkönum, s.s. veðurlíkönum (gjarnan á sviði aflfræði veðurs, eðlisfræðilegum ferlum eða gagnaaðlögunar) og hefur reynslu af því að keyra viðamikil reiknilíkön.

Hjá Veðurstofu Íslands er unnið við ýmis þróunar- og rannsóknarverkefni er tengjast veður- og loftslagsrannsóknum, jökla- og vatnafræði, haffræði, jarðskorpuhreyfingum, eldgosum, dreifingu gas- og öskuskýja sem og ofanflóðum. Veðurstofan reiknar veðurspár fyrir spásvæði á Norður Atlantshafi og þróar spásvæðið og líkanið í samvinnu við samstarfsstofnanir. Stofnunin er aðili að Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) og hefur aðgang að reikniafli til þess að keyra viðamikil tölvulíkön. Um 140 manns eru í fullu starfi á Veðurstofu Íslands, um 83% með háksólagráðu og um 18% með doktorsgráðu. 40% eru konur.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Þátttaka í þróun og rekstri HARMONIE-AROME veðurspálíkansins og á afurðum þess s.s. fyrir önnur líkön, t.d. vatna- og strandlíkön
 • Þáttaka í líkan þróun til að bæta gæði og áreiðanleika í veðurspám
 • Þátttaka í rannsóknarverkefnum einkum á sviði veðurfræði og gagnagreiningar
 • Þátttaka í rannsóknarsamstarfi með öðrum hópum innan Veðurstofu Íslands og við erlendar samstarfsstofnanir, s.s. á vegum Veðurseturs Vestur (e. United Weather Centre West) og ACCORD samstarfsins auk annarra samstarfsverkefna
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Framhaldsmenntun á háskólastigi í veðurfræði, eðlisfræði, stærðfræði eða skyldum greinum, doktorspróf er kostur
 • Þekking á tölulegum aðferðum við að leysa hlutaleiðujöfnur og herma eðlisfræðileg kerfi eða ferla
 • Reynsla af gerð tölulegra veðurspáa er kostur
 • Góð forritunarkunnátta og þekking á málum s.s. Python, C og Fortran
 • Góð þekking á Linux/Unix umhverfinu er nauðsynleg
 • Geta til að vinna sjálfstætt, í teymi og í rauntíma rekstrarumhverfi
 • Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfni og nákvæmni
 • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, íslenskukunnátta og kunnátta á einu norðurlandamáli er kostur, góð enskukunnátta er skilyrði

Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar á stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Auglýsing stofnuð27. nóvember 2023
Umsóknarfrestur13. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Bústaðavegur 9, 105 Reykjavík
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar