
Verkís
Hjá Verkís starfa yfir 380 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Sérfræðingur í vatnsafli
Við leitum að verk- eða tæknifræðingi með áhuga á hönnun vatnsaflsvirkjana.
Verkís er með allmörg spennandi vatnsaflstengd verkefni í gangi bæði hér heima sem og erlendis. Verkefnin eru mjög fjölbreytt bæði er varðar stærð og gerð virkjana og eru á öllum hönnunarstigum.
Starfið felst í hönnun á fyrirkomulagi virkjana frá frumhugmyndum að lokahönnun, endurbótum á virkjunum, orku- og hagkvæmniútreikninga fyrir virkjunarkosti, straum- og vatnafræði, áætlanagerð og fleira.
Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Byggingarverkfræðingur eða menntun sem tengist nýtingu vatnsafls
- Reynsla af hönnun vatnsaflsvirkjana er mikill kostur
- Góð þekking á straumfræði er kostur
- Áhugi á orkumálum almennt og tækninýjungum er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing birt15. apríl 2025
Umsóknarfrestur28. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
TæknifræðingurVerkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (10)
Sambærileg störf (12)

Umhverfis-, heilsu- og öryggissérfræðingur / EHS Specialist
Alvotech hf

Sérfræðingur í gatna- og vegahönnun
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í framkvæmdaeftirliti
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í veituhönnun
VSB verkfræðistofa

Sérfræðingur í verklegum framkvæmdum og framkvæmdaeftirliti
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Vega-, gatna- og stígahönnun á sviði Byggðatækni
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Sérfræðingur í byggingarkostnaði
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)

Sérfræðingur í innkaupum og lagerstjórn
DTE

Tækniþjónustustjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Umhverfis- og skipulagssvið

Research Engineer
Embla Medical | Össur

Machine Designer
Embla Medical | Össur

Sérfræðingur í viðskiptagreind (BI)
Expectus