Íslandsbanki
Íslandsbanki
Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns. Við vinnum saman af eldmóði að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærnimál og styðjum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Íslandsbanki

Sérfræðingur í útlánum og áhættustýringu útlána

Íslandsbanki leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í útlánum og áhættustýringu útlána hjá Lánastýringu Viðskiptabanka í höfuðstöðvum bankans í Norðurturni í Kópavogi.

Starfsfólk Viðskiptabanka telur yfir 100 manns um allt land en innan Lánastýringar starfar rösklega tugur sérfræðinga í útlánum og greiningu útlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Viðskiptabanki veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi framúrskarandi bankaþjónustu í fyrirtækjamiðstöðvum og útibúum bankans víða um land. Þá tilheyrir Ergo fjármögnunarþjónusta Viðskiptabankasviði bankans. Viðskiptabankinn er leiðandi afl í innleiðingu sjálfbærrar hugsunar í fjármálaþjónustu og því hlutverki Íslandsbanka að vera hreyfiafl til góðra verka.

Helstu verkefni og ábyrgð
Verkefni sem snúa að umgjörð útlána, regluverki, útlánaferlum og eftirliti
Fjölbreytt verkefni sem tengjast lána- og áhættustýringu
Samstarf við aðrar viðskiptaeiningar bankans sem og eftirlits- og stoðeiningar
Önnur verkefni sem tengjast starfinu
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi svo sem á sviði fjármála, lögfræði eða raunvísinda
Framúrskarandi samskiptahæfileikar, greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Reynsla af störfum á fjármálamarkaði, sér í lagi útlánum fyrirtækja eða áhættustýringu útlána, er mikill kostur
Hæfni til að miðla efni í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð18. september 2023
Umsóknarfrestur1. október 2023
Starfstegund
Staðsetning
Hagasmári 3, 201 Kópavogur
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.