

Sérfræðingur í útlánum og áhættustýringu útlána
Íslandsbanki leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í útlánum og áhættustýringu útlána hjá Lánastýringu Viðskiptabanka í höfuðstöðvum bankans í Norðurturni í Kópavogi.
Starfsfólk Viðskiptabanka telur yfir 100 manns um allt land en innan Lánastýringar starfar rösklega tugur sérfræðinga í útlánum og greiningu útlána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Viðskiptabanki veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi framúrskarandi bankaþjónustu í fyrirtækjamiðstöðvum og útibúum bankans víða um land. Þá tilheyrir Ergo fjármögnunarþjónusta Viðskiptabankasviði bankans. Viðskiptabankinn er leiðandi afl í innleiðingu sjálfbærrar hugsunar í fjármálaþjónustu og því hlutverki Íslandsbanka að vera hreyfiafl til góðra verka.











