Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf.

Sérfræðingur í upplýsingatækni

Ferðaþjónusta bænda hf. leitar að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna notendaþjónustu í tæknimálum og koma að fjölbreyttum tækniverkefnum. Viðkomandi mun starfa í samhentu teymi innan upplýsingatækni og viðskiptaþróunar, sem ber ábyrgð á rekstri, þróun og eflingu tæknilegra innviða, og styður við stafræna þróun fyrirtækisins. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilausnum og gott auga fyrir þróun og sjálfvirknivæðingu, þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg aðstoð við notendur og lausn tæknilegra áskorana.  
  • Rekstur og viðhald á tölvubúnaði, og samskipti við þjónustuaðila.
  • Umsjón, vöktun og þróun á kerfum og vefþjónustum fyrirtækisins.  
  • Þátttaka í þróun, prófunum og innleiðingu á nýrri virkni og lausnum.  
  • Aðkoma að stafrænni umbreytingu, sjálfvirknivæðingu og aukinni skilvirkni í tæknilausnum fyrirtækisins.
  • Verkefnastýring tækniverkefna. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða sambærilegu námi.
  • Reynsla af rekstri og viðhaldi tölvukerfa, ásamt notendaaðstoð.
  • Mjög góð þekking á Office 365 umhverfinu og tengdum lausnum.
  • Reynsla af umbótaverkefnum og innleiðingu lausna er kostur.
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð með getu til að halda yfirsýn og vinna undir álagi.
  • Hæfni til að tileinka sér nýjungar og vinna í breytilegu umhverfi.
  • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
Fríðindi í starfi
  • Styrkur til heilsueflingar
  • Afsláttur til ferðalaga innanlands sem og utanlands
Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnátta
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar