Sýni ehf.
Sýni ehf.
Sýni ehf.

Sérfræðingur í umhverfismælingum

Sýni leitar að jákvæðum, duglegum og metnaðarfullum framtíðarstarfsmanni á prófunarstofu.

Á prófunarstofu Sýnis eru stundaðar örveru- og efnagreiningar.

Leitað er eftir starfsmanni til þess að koma að ört stækkandi sviði umhverfismælinga innan efnagreininga hjá Sýni.

Prófunarstofa Sýnis starfar skv. ISO-staðli og fær nýr starfsmaður ítarlega þjálfun áður en honum eru falin sjálfstæð verkefni. Hjá Sýni starfar samhentur og duglegur hópur sem vinnur saman að verkefnum með það að markmiði að auka og tryggja gæði og matvælaöryggi.

Starfsmaðurinn þarf að vera vinnusamur, geta unnið undir álagi og vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt verkefni.

Vinnutími er alla jafna frá kl. 08-16.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið á prófunarstofu er daglegar mælingar, þróun aðferða, skýrslugerð, samskipti við viðskiptavini og ýmis sérverkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf í efna- eða umhverfisfræði eða sambærilegt nám er skilyrði.

Reynsla af störfum á rannsóknarstofu og í umhverfismælingum er kostur.

Reynsla í efnagreiningatækni er kostur.

Hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.

Góð íslenskukunnátta er kostur og enskukunnátta í faginu er nauðsynleg.

Auglýsing stofnuð7. febrúar 2024
Umsóknarfrestur29. febrúar 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar