Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á.
Sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi í umhverfismálum til starfa á stjórnsýslusviði Sambandsins.
Helstu verkefni sérfræðings í umhverfismálum er að sinna margþættum verkefnum á sviði umhverfismála sem tengjast starfsemi sveitarfélaga, en þar undir falla m.a. úrgangsmál, aðgerðir í loftslagsmálum og fráveitumálum. Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttu umhverfi þar sem áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega samvinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarfélaga á sviði umhverfismála og þá sérstaklega á sviði úrgangs-, fráveitu- og loftlagsmála.
- Aðstoða sveitarfélögin í stefnumótun á sviði umhverfismála.
- Þátttaka í ýmsum verkefnahópum og nefndum á vegum Sambandsins um umhverfismál og þá sérstaklega tengt úrgangs-, fráveitu- og loftslagsmálum.
- Samskipti við opinbera aðila til að gæta hagsmuna sveitarfélaga.
- Fylgjast með þróun löggjafar á sviði umhverfismála með öðrum sérfræðingum á stjórnsýslusviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Þekking, reynsla og áhugi á umhverfis- og loftslagsmálum.
- Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu.
- Lausna- og umbótamiðuð hugsun, frumkvæði og drifkraftur.
- Haldbær reynsla af opinberri stjórnsýslu kostur.
- Reynsla og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku.
- Góð almenn tölvuþekking og þekking á úrvinnslu upplýsinga.
Fríðindi í starfi
Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá Sambandinu:
- Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður.
- Þátttaka í teymi sérfræðinga sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga.
- Boðið er upp á opið vinnuumhverfi.
- Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólk fær gott svigrúm til starfsþróunar.
- Sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
- Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður Sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.
Auglýsing birt24. október 2024
Umsóknarfrestur4. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar