Krabbameinsfélag Íslands
Krabbameinsfélag Íslands
Krabbameinsfélag Íslands

Sérfræðingur í tölfræði og gagnavinnslu

Starf Krabbameinsfélagsins miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein.

Við leitum að öflugum liðsfélaga til starfa sem hefur þekkingu á sviði tölfræði og faraldsfræði. Starfið er fjölbreytt og starfshlutfall er 80-100%

Helstu verkefni og ábyrgð

Skráning krabbameina

Tölfræðileg úrvinnsla

Afhending gagna úr krabbameinsskrá í innlenda og erlenda gagnagrunna 

Gagnaöryggi

Gagnavinnsla í rannsóknarverkefnum

Ráðgjöf til rannsakenda í krabbameinsrannsóknum

Leiðsögn við nema

Þátttaka í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum

Möguleikar eru á að byggja upp og leiða sjálfstæðar rannsóknir  

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun í tölfræði eða faraldsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi

Góð almenn tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu er nauðsynleg svo og áhugi á krabbameinsrannsóknum, tölfræði og faraldsfræði

Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg, góð kunnátta í íslensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.

Í starfinu er gerð krafa um sjálfstæði og frumkvæði, mikla nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni í samskiptum

Auglýsing birt4. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.FræðigreinarPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.RPathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar