

Sérfræðingur í tölfræði og gagnavinnslu
Starf Krabbameinsfélagsins miðar að því að færri fái krabbamein, fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins – með og eftir krabbamein.
Við leitum að öflugum liðsfélaga til starfa sem hefur þekkingu á sviði tölfræði og faraldsfræði. Starfið er fjölbreytt og starfshlutfall er 80-100%
Skráning krabbameina
Tölfræðileg úrvinnsla
Afhending gagna úr krabbameinsskrá í innlenda og erlenda gagnagrunna
Gagnaöryggi
Gagnavinnsla í rannsóknarverkefnum
Ráðgjöf til rannsakenda í krabbameinsrannsóknum
Leiðsögn við nema
Þátttaka í innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum
Möguleikar eru á að byggja upp og leiða sjálfstæðar rannsóknir
Háskólamenntun í tölfræði eða faraldsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Góð almenn tölvuþekking, reynsla af forritun og gagnavinnslu er nauðsynleg svo og áhugi á krabbameinsrannsóknum, tölfræði og faraldsfræði
Góð kunnátta í ensku er nauðsynleg, góð kunnátta í íslensku og einu Norðurlandamáli er æskileg.
Í starfinu er gerð krafa um sjálfstæði og frumkvæði, mikla nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni í samskiptum

