
Coripharma ehf.
Coripharma er nýsköpunarfyrirtæki í Hafnarfirði sem þróar og framleiðir samheitalyf fyrir önnur lyfjafyrirtæki á erlendum mörkuðum.
Frá því að félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það vaxið hratt og undirbýr nú útflutning á tugum lyfja. Í dag starfa um 220 manns hjá Coripharma. Nánari upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Sérfræðingur í þróun á mæliaðferðum
Coripharma óskar eftir öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa á þróunardeild mæliaðferða. Deildin er hluti af Þróunarsviði Coripharma og sér um að þróa og gilda mæliaðferðir fyrir bæði hráefni og framleiðsluvörur. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á rannsóknarstofu þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, nákvæmni og skil á niðurstöðum innan tilgreindra tímalína. Við leitum að einstaklingi sem nýtur þess að vinna í samhentu teymi sérfræðinga og leggur sitt af mörkum til jákvæðrar og uppbyggilegrar starfsmenningar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun mæliaðferða og þátttaka í þróunarferli nýrra samheitalyfja
- Gilding HPLC mæliaðferða fyrir hráefni og framleiðsluvörur
- Útreikningar, frágangur rannsóknarniðurstaðna og skýrslugerð
- Almenn rannsóknarstofustörf og þátttaka í umbótastarfi innan gæðakerfis og tækjamála
Menntunar- og hæfniskröfur
- B.Sc. í raunvísindum, sem og M.S.c sem nýtist í starfi
- Reynsla af HPLC mælingum er kostur
- Reynsla af vinnu í GMP gæðakerfum er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að tileinka sér nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta ásamt góðri kunnáttu í íslensku og ensku
Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FræðigreinarRannsóknirSkýrslurVinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar