Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Sérfræðingur í svæfingalækningum / Specialist in Anaesthesiology

Við leitum að drífandi einstaklingi til að sinna starfi svæfingalæknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Um er að ræða 100% ótímabundið starf á spennandi vettvangi sem er bæði ábyrgðamikið og krefjandi.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 300 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef stofnunarinnar (<www.hvest.is>).

Boðið er upp á aðstoð við öflun húsnæðis og flutningsstyrk

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfinu fylgir hefðbundin vinna við svæfingar, deyfingar við fæðingar, þjónusta við sjúklinga á bráðamóttöku eftir þörfum og önnur tilfallandi verkefni.

Almenn störf læknis á legudeild og heilsugæslu eftir þörfum.

Þátttaka í kennslu og þjálfun nema, sérnámslækna og annarra fagstétta ásamt gæða- og umbótavinnu

Möguleiki á ákveðnum gæða- og rannsóknarverkefnum í samvinnu við yfirlækni

Æskilegt er að umsækjandi sé reiðubúinn að taka þátt í læknisfræðilegri þjónustu við sjúkraflug

Önnur verkefni í samráði við yfirlækni

Menntunar- og hæfniskröfur

Fullgild réttindi í svæfingalækningum á Íslandi

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun fullorðinna (ALS) og barna (EPLS/NLS)

Kostur væri að hafa lokið námskeiði í meðhöndlun fjöláverkasjúklinga svo sem European Trauma Course (ETC) eða Advanced Trauma Life Support (ATLS)

Krafa er gerð um íslensku- og/eða enskukunnáttu samsvarandi stigi C1 í samevrópska tungumálastaðlinum (CEFRL)

Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði

Samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur23. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Torfnes, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar