Umboðsmaður barna
Umboðsmaður barna

Sérfræðingur í starfi með ungmennum og upplýsingamiðlun

Umboðsmaður barna leitar að öflugum og metnaðarfullum starfsmanni með þekkingu og brennandi áhuga á réttindum barna til starfa á skrifstofu embættisins. Starfið felst í því að halda utan um ungmennastarf embættisins, viðburði, heimasíðu og fræðsluefni auk annarra verkefna. Um er að ræða lifandi og krefjandi starf í fjölbreyttu starfsumhverfi.

Embætti umboðsmanns barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994. Embættið vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Embættið setur fram ábendingar og tillögur um úrbætur sem snerta hag barna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður barna skal í störfum sínum leitast við að hafa virkt samráð við börn og hafa hóp barna sér til ráðgjafar um þau málefni sem snúa að börnum í íslensku samfélagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Eitt megin verkefni starfsmannsins er að hafa umsjón með starfi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna og starfi Barna- og ungmennaráðs heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Starfið felst í að skipuleggja fundi hópanna og halda utan um starf þeirra. Starfsmaðurinn mun einnig halda utan um upplýsingagjöf á heimasíðu embættisins og samfélagsmiðlum, aðstoða við skipulagningu viðburða eins og barnaþings og taka þátt í kynningum á réttindum barna í skólum. Einnig tekur embættið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi sem líklegt er að starfsmaðurinn þurfi að hafa aðkomu að. Þá mun starfsmaðurinn einnig svara erindum sem berast til embættisins eins og þurfa þykir. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember og verður ráðið til eins árs með möguleika á framlengingu. 

Starfshlutfall verður 100%. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf þar sem reynir á mikla samskiptahæfni, skipulagshæfileika og sveigjanleika sem litið verður til við ráðningu. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi er skilyrði
  • Víðtæk reynsla af starfi með börnum og ungmennum er skilyrði
  • Þekking á réttindum barna, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er skilyrði
  • Reynsla og innsýn í stöðu barna í íslensku samfélagi og fagleg þekking á málaflokknum er kostur
  • Samskipta- og miðlunarfærni, frumkvæði og skapandi hugsun
  • Góð tölvukunnátta og staðgóð þekking og færni í notkun samfélagmiðla 
  • Skipulagsfærni, sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Kunnátta í norðurlandamáli er kostur
  • Hreint sakavottorð

Fulltrúar barna munu vera umboðsmanni barna til ráðgjafar við ráðningu.

Fríðindi í starfi

Samgöngustyrkur. Stytting vinnuviku

Auglýsing birt17. september 2024
Umsóknarfrestur10. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar