Orkuveitan
Orkuveitan
Orkuveitan

Sérfræðingur í stafrænni miðlun

Við leitum að drífandi og þjónustulunduðum einstakling í stafræna miðlun tengda vefsvæðum Orkuveitunnar og dótturfélaga. Viðkomandi mun vinna þvert á Orkuveituna og í nánu samstarfi við dótturfélögin, meðal annars með daglegum rekstri á vefjum Orkuveitunnar, Ljósleiðarans, Veitna og Elliðaárstöðvar.

Við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við okkar viðskiptavini en viðkomandi mun bera ábyrgð á þróun á vefjum Orkuveitunnar og öðrum stafrænum lausnum með þarfir viðskiptavina í fyrirrúmi. Önnur verkefni eru meðal annars regluleg samskipti við helstu hagaðila innan fyrirtækis sem og helstu birgja, vefstofur, verktaka og hönnuði. Því er góð samskiptafærni lykilforsenda árangurs í þessu starfi ásamt reynslu og góðum skilningi á vefumsjónarkerfum, vefþjónustum, aðgangsmálum, leitarvélabestun og þeim þáttum sem einkenna góða vefi.

Ofar öllu öðru leitum við að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á hanna með okkur framúrskarandi notendaupplifun á vefmiðlum Orkuveitunnar.

Ef þú brennur fyrir því að gera góða vefi betri og býrð yfir framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikum í bland við metnað og útsjónarsemi þá erum við að leita af þér!

Auglýsing birt12. september 2024
Umsóknarfrestur20. september 2024
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar