Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu / Digital Marketing
Laugarás Lagoon er staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Bláskógabyggð og opnar fyrir gesti næsta sumar.
Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna. Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.
Við leitum að metnaðarfullum og skapandi markaðssérfræðingi sem getur stýrt stafrænum markaðsherferðum okkar og þróað heildræna nálgun í þeim efnum. Ef þú hefur brennandi áhuga á stafrænni markaðssetningu, hefur innsæi í hegðun neytenda og nýtir þér nýjustu tækni til að ná til réttra markhópa, þá viljum við endilega heyra frá þér.
- Skipulag og framkvæmd stafrænnar markaðssetningar: Búa til og stýra markaðsherferðum á stafrænum vettvangi, þar með talið Google Ads, Meta Ads (Facebook og Instagram), og fleiri samfélagsmiðlum. Greina árangur herferða og bregðast við niðurstöðum til að hámarka árangur.
- Umsjón með vefsíðu fyrirtækisins: Tryggja að vefsíðan sé uppfærð, virki snurðulaust og endurspegli merki og markmið fyrirtækisins.
- Birting efnis: Sjá um uppsetningu og birtingu á textum, myndum og öðru efni á vefsíðunni.
- Leitavélabestun (SEO): Að viðhalda stöðu efnis í leitarniðurstöðum og auka sýnileika vefsíðu.
- Samstarf: Vinna náið með öðru starfsfólki fyrirtækisins og leggja sitt að mörkum til að skapa góða liðsheild og sameiginlega sýn á verkefnin.
- Menntun og/eða reynsla: Háskólapróf í markaðsfræði, viðskiptafræði, fjölmiðlafræði eða tengdum greinum; eða sambærileg starfsreynsla.
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu: A.m.k. 2 ára reynsla af störfum við stafræna markaðssetningu, samfélagsmiðlastjórnun og/eða gagnagreiningu.
- Tæknileg færni: Góð þekking á Google Ads, Meta Ads Manager, Google Analytics og helstu samfélagsmiðlum. Þekking á SEO er kostur.
- Sköpunargáfa og frásagnarhæfni: Færni í að þróa áhugaverð skilaboð, aðlaga efni að mismunandi markhópum og bregðast hratt við tæknilegum áskorunum.
- Frumkvæði og skipulagshæfileikar: Hæfileiki til að skipuleggja og stýra eigin verkefnum og standa við tímaáætlanir.
- Samskiptahæfni og tungumálakunnátta: Hæfni til að vinna með öðrum og skapa góð tengsl, bæði innanhúss og utan.