Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon
Laugarás Lagoon

Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu / Digital Marketing

Laugarás Lagoon er staðsett í Laugarási, í grennd við Iðubrú í Bláskógabyggð og opnar fyrir gesti næsta sumar.

Baðstaðurinn mun innihalda tveggja hæða baðsvæði, gufuböð, hituð með jarðvarma úr uppsprettu í þorpinu, og kalda laug með jökulvatni úr Hvítá. Þökk sé víðfeðmu útsýni yfir ána, skóglendi, sveitir og fjöll skapast þar töfrandi samspil slökunar og nándar við náttúruna. Á veitingastaðnum Ylja verður boðið upp á fjölbreytt og árstíðabundið úrval veitinga með áherslu á að nýta hráefni úr nærsveitum.

Við leitum að metnaðarfullum og skapandi markaðssérfræðingi sem getur stýrt stafrænum markaðsherferðum okkar og þróað heildræna nálgun í þeim efnum. Ef þú hefur brennandi áhuga á stafrænni markaðssetningu, hefur innsæi í hegðun neytenda og nýtir þér nýjustu tækni til að ná til réttra markhópa, þá viljum við endilega heyra frá þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og framkvæmd stafrænnar markaðssetningar: Búa til og stýra markaðsherferðum á stafrænum vettvangi, þar með talið Google Ads, Meta Ads (Facebook og Instagram), og fleiri samfélagsmiðlum. Greina árangur herferða og bregðast við niðurstöðum til að hámarka árangur.
  • Umsjón með vefsíðu fyrirtækisins: Tryggja að vefsíðan sé uppfærð, virki snurðulaust og endurspegli merki og markmið fyrirtækisins.
  • Birting efnis: Sjá um uppsetningu og birtingu á textum, myndum og öðru efni á vefsíðunni.
  • Leitavélabestun (SEO): Að viðhalda stöðu efnis í leitarniðurstöðum og auka sýnileika vefsíðu.
  • Samstarf: Vinna náið með öðru starfsfólki fyrirtækisins og leggja sitt að mörkum til að skapa góða liðsheild og sameiginlega sýn á verkefnin.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla: Háskólapróf í markaðsfræði, viðskiptafræði, fjölmiðlafræði eða tengdum greinum; eða sambærileg starfsreynsla.
  • Reynsla af stafrænni markaðssetningu: A.m.k. 2 ára reynsla af störfum við stafræna markaðssetningu, samfélagsmiðlastjórnun og/eða gagnagreiningu.
  • Tæknileg færni: Góð þekking á Google Ads, Meta Ads Manager, Google Analytics og helstu samfélagsmiðlum. Þekking á SEO er kostur.
  • Sköpunargáfa og frásagnarhæfni: Færni í að þróa áhugaverð skilaboð, aðlaga efni að mismunandi markhópum og bregðast hratt við tæknilegum áskorunum.
  • Frumkvæði og skipulagshæfileikar: Hæfileiki til að skipuleggja og stýra eigin verkefnum og standa við tímaáætlanir.
  • Samskiptahæfni og tungumálakunnátta: Hæfni til að vinna með öðrum og skapa góð tengsl, bæði innanhúss og utan.
Auglýsing birt29. nóvember 2024
Umsóknarfrestur11. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AdWordsPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Google AnalyticsPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MailchimpPathCreated with Sketch.Vefumsjón
Starfsgreinar
Starfsmerkingar