
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Sérfræðingur í sölustýringu
Vörður leitar að metnaðarfullum einstaklingi í lykilhlutverk innan sölustýringar. Starfið felur í sér að styðja við uppbyggingu og rekstur deildarinnar. Um er að ræða spennandi starf fyrir aðila sem hefur gott innsæi inn í sölumál og vill verða virkur þátttakandi í að efla árangur söluteymis Varðar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framsetning og uppsetning tilboða til nýrra og núverandi viðskiptavina
- Þróun og viðhald söluverkefna og stuðningur við söluráðgjafa
- Umsjón með skipulagningu sölustarfs
- Gagnagreiningar sem styðja ákvarðanatöku og stefnumótun
- Þátttaka í uppbyggingu sölustýringar og í verkefnum sem styðja við framþróun sölustarfs félagsins
- Stuðningur við forstöðumann sölustýringar Varðar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölumálum eða sambærilegum störfum
- Lausnamiðaður hugsunarháttur og aðlögunarhæfni í fjölbreyttu starfi
- Frumkvæði og skipulagsfærni
- Góð samskiptafærni
- Menntun eða haldbær starfsreynsla sem nýtist í starfinu
- Reynsla af vátryggingastarfsemi er kostur
Auglýsing birt23. janúar 2026
Umsóknarfrestur4. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
GreiningarfærniSölumennska
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Vátrygginga- og lífeyrisráðgjafi hjá Bayern Líf
Bayern líf

Sölufulltrúi
Slippfélagið ehf

Sales and Logistics Coordinator
Biomar Iceland

50% starf - A4 Kringlan
A4

Viðskiptastjóri hjá fjártæknifyrirtæki
Kríta

Sumarstörf hjá Verði
Vörður tryggingar

Viðskiptastjóri í útflutningsdeild
Smyril Line Ísland ehf.

Sölu- og þjónustufulltrúi
Veltir

Viðskiptastjóri - Business Development Manager
Teya Iceland

Sumarstörf hjá Sjóvá
Sjóvá

Hlutastarf Sölu- og lagerstarf á Akureyri
BM Vallá

Framtíðarstarf í Gluggatjaldadeild Vogue.
Vogue