Alvotech hf
Alvotech hf
Alvotech hf

Sérfræðingur í sjálfbærni - CSRD Principal Specialist

Við leitum af áhugasömum Sérfræðingi í sjálfbærni - Corporate Sustainability Reporting Directive Principal Specialist, til að ganga til liðs við fjármálateymið okkar.

CSRP Principal Specialist gegnir lykilhlutverki í að tryggja að við uppfyllum skyldur okkar og ábyrgð er snýr að sjálfbærni. Umsækjendur þurfa að hafa ríkan skilning og mikla þekkingu á reglum um sjálfbærni, góða greiningarhæfni og starfa þvert á starfsemina á sviði sjálfbærni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tryggja að sjálfbærniskýrslur uppfylli opinberar reglur og standist endurskoðun.
  • Umsjón með framkvæmd og skilum á sjálfbærnisskýrslu, sannreyna ESG gögn og tryggja nákvæmni. 
  • Umsjón með gagnasöfnun, sannprófun gagna og greiningu. Þróa skýrslugerðartól og setja upp verkferla og kerfi.
  • Samstarf við hagsmunaaðila; undirbúa kynningar og skýrslur fyrir stjórnendur og endurskoðendur. 
  • Stefnumótunarvinna og gerð sjálfbærnisstefnu; stöðugt umbótastarf í stefnumótun, skýrslugerð, verkferlum og verkefnum.  
  • Innri þjálfun á sviði sjálfbærni, fagleg ráðgjöf og þjálfun um staðla, skýrslugerð og bestu starfsvenjur á sviði sjálfbærni. 
  • Svörun fyrirspurna um sjálfbærni. 
  • Eftirlit og eftirfylgni með árangri í sjálfbærnismálum, greining á úrbótum. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á svipi sjálfbærni, umhverfisfræði, fjármálum eða tengdu sviði. 
  • 3-5 ára starfsreynsla í sjálfbærnisskýrslugerð, samfélagsábyrgð fyrirtækja eða tengdu sviði.
  • Grunnþekking á Evrópureglum (EU Taxonomy, flokkunarreglugerðinni og CSRD, reglugerðinni um upplýsingagjöf á sviði sjálfbærni) er æskileg.
  • Sterk greiningarhæfni, verkefnastjórnun og samskiptahæfni. 
  • Færni í gagnastýringu og skýrslugerð. 
  • Hæfni til að leiða þverfagleg teymi og stjórna flóknum verkefnum. 
  • Nákvæmni og heiðarleiki. 
  • Skipulagshæfni og geta til að sinna mörgum verkefnum og verkefnaskilum. 
  • Sammvinnufús liðsfélagi sem stuðlar að heildarárangri.
  • Lærdómsfús liðsfélagi sem fylgist með þróun á sviði sjálfbærni.

 

Auglýsing birt21. október 2024
Umsóknarfrestur4. nóvember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Sæmundargata 15-19 15R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar