Reitir
Reitir

Sérfræðingur í samskiptum og fjárfestatengslum

Reitir óska eftir að ráða sérfræðing í samskiptum og fjárfestatengslum í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum. Viðkomandi mun heyra undir forstjóra og vinna náið með stjórnendateymi þvert á fyrirtækið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mótun og framfylgd samskipta- og markaðsáætlunar félagsins í samræmi við stefnu fyrirtækisins
  • Ritstjórn og framsetning tilkynninga fyrir fjölmiðla, Kauphöll og eigin miðla (þ.m.t. samfélagsmiðla)
  • Samstarf við stjórnendur til að tryggja að fjárfestar, viðskiptavinir, greiningaraðilar og aðrir hagsmunaaðilar fái skýrar upplýsingar um framgang fyrirtækisins
  • Kynning á fyrirtækinu og tækifærum þess meðal fjárfesta, í samvinnu við forstjóra og fjármálastjóra
  • Uppsetning og framsetning skýrslna og kynningarefnis fyrir fasteigna- og þróunarverkefni, uppgjörsfundi og stjórnendateymi
  • Ábyrgð á ársskýrslugerð og uppsetningu sjálfbærniskýrslu, auk annarra reglulegra skýrslna
  • Umsjón með vef félagsins, þar á meðal vefsíðugerð vegna sérverkefna
  • Samræming og þróun kynningarefnis fyrir innri og ytri samskipti
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldbær reynsla af samskiptamálum á fyrirtækjamarkaði og/ eða reynsla í fjárfestatengslum
  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Haldgóður skilningur á fjárfestingum og hlutabréfamörkuðum
  • Reynsla af gerð kynningarefnis og góð færni í  framsetningu og miðlun efnis
  • Skipulagshæfni, geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu í fjölbreyttum verkefnum
  • Reynsla af vefsíðustjórnun, samfélagsmiðlum og stafrænni miðlun er kostur
  • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun við stefnumótun og framkvæmd markaðs- og samskiptaverkefna, með áherslu á nýsköpun og hagkvæmar lausnir
Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar