Reitir
Starfsemi Reita felst í eignarhaldi á atvinnuhúsnæði sem leigt er til framsýnna fyrirtækja. Við leggjum áherslu á að sníða fasteignir að þörfum rekstraraðila og byggjum þannig upp traust langtímasambönd við okkar viðskiptavini. Eignasafn Reita samanstendur af um 135 eignum sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta Kringlunnar, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo, Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlíð 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg, Hotel Hilton Nordica og Hotel Reykjavík Natura.
Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Berjaya Hotels, ríki og sveitarfélög. Þá heldur félagið á nokkrum verðmætum byggingarreitum. Reitir fasteignafélag hf. er almenningshlutafélag skráð í Kauphöll síðan 2015. Eigendur félagsins eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir.
Sérfræðingur í samskiptum og fjárfestatengslum
Reitir óska eftir að ráða sérfræðing í samskiptum og fjárfestatengslum í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum. Viðkomandi mun heyra undir forstjóra og vinna náið með stjórnendateymi þvert á fyrirtækið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mótun og framfylgd samskipta- og markaðsáætlunar félagsins í samræmi við stefnu fyrirtækisins
- Ritstjórn og framsetning tilkynninga fyrir fjölmiðla, Kauphöll og eigin miðla (þ.m.t. samfélagsmiðla)
- Samstarf við stjórnendur til að tryggja að fjárfestar, viðskiptavinir, greiningaraðilar og aðrir hagsmunaaðilar fái skýrar upplýsingar um framgang fyrirtækisins
- Kynning á fyrirtækinu og tækifærum þess meðal fjárfesta, í samvinnu við forstjóra og fjármálastjóra
- Uppsetning og framsetning skýrslna og kynningarefnis fyrir fasteigna- og þróunarverkefni, uppgjörsfundi og stjórnendateymi
- Ábyrgð á ársskýrslugerð og uppsetningu sjálfbærniskýrslu, auk annarra reglulegra skýrslna
- Umsjón með vef félagsins, þar á meðal vefsíðugerð vegna sérverkefna
- Samræming og þróun kynningarefnis fyrir innri og ytri samskipti
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af samskiptamálum á fyrirtækjamarkaði og/ eða reynsla í fjárfestatengslum
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
- Haldgóður skilningur á fjárfestingum og hlutabréfamörkuðum
- Reynsla af gerð kynningarefnis og góð færni í framsetningu og miðlun efnis
- Skipulagshæfni, geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu í fjölbreyttum verkefnum
- Reynsla af vefsíðustjórnun, samfélagsmiðlum og stafrænni miðlun er kostur
- Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun við stefnumótun og framkvæmd markaðs- og samskiptaverkefna, með áherslu á nýsköpun og hagkvæmar lausnir
Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur11. nóvember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Vörumerkjastjóri Víking
Víking Brugghús CCEP á Íslandi
Grafískur hönnuður hjá Coca-Cola á Íslandi
Coca-Cola á Íslandi
Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Arion banki
Samskiptateymi leitar eftir öflugum verkefnastjóra
Landspítali
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun í Reykjavík
RÍKISENDURSKOÐUN
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun á Akureyri
RÍKISENDURSKOÐUN
Sérfræðingur í stafrænum markaðsmálum
Ölgerðin
Corporate Development Analyst
Embla Medical | Össur
Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.
Viðskiptastjóri
Moss Markaðsstofa
Umbreytingarstjóri
Míla hf
Sölu, markaðs og innkaupafulltrúi
Provision