Arion banki
Arion banki
Arion banki

Sérfræðingur í rekstraráhættu

Arion banki leitar að lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa í Rekstrar- og sjálfbærniáhættu innan Áhættustýringar. Helsta hlutverk deildarinnar er að þróa og viðhalda umgjörð og aðferðum til að greina, mæla og hafa eftirlit með rekstraráhættu og styðja aðrar einingar bankans við að lágmarka áhættur í rekstri með viðeigandi stýringum. Deildin hefur einnig hlutverki að gegna í tengslum við sjálfbærniáhættu þar sem hún þróar aðferðir við að meta áhrif UFS-þátta á þær fjárhagslegu og ófjárhagslegu áhættur sem bankinn stendur frammi fyrir, ásamt því að taka þátt í innleiðingu á regluverki og skýrslugjöf tengt sjálfbærni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining á fjölbreyttri starfsemi bankans
  • Áhættumöt, úttektir og ýmis staðfestingarvinna
  • Stöðlun, stuðningur og eftirlit með verkferlum bankans
  • Stuðningur við breytingastjórnun
  • Yfirferð og staðfesting á virkni reikniverka
  • Vinnsla og greining gagna
  • Fræðsla fyrir starfsfólk
  • Skýrsluskrif og samskipti við eftirlitsaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja
  • Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu gagna
  • Almenn tæknikunnátta
  • Gott vald á gagnafyrirspurnum í SQL ásamt þekkingu á Jira umhverfinu er kostur.
  • Þekking á ferlum og gæðamálum
  • Sjálfstæð vinnubrögð, framúrskarandi samskiptafærni og gagnrýnin hugsun
  • Reynsla af vinnu við úttektir
  • Þekking á sjálfbærnimálum er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing stofnuð8. maí 2024
Umsóknarfrestur23. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar