

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum
Viltu vera hluti af fjármálasviði Langasjávar sem sinnir margskonar verkefnum frá bókhaldi og yfir í ársreikningagerð og samstæðuársreikningagerð?
Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Langisjór veitir þjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, markaðsmála, upplýsingatæknimála og viðskiptaþróunar fyrir öll dótturfélögin.
Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag, Freyja, Mata, Matfugl, Salathúsið og Síld og fiskur. Hjá samstæðunni starfa um 400 manns af öllum uppruna vítt og dreift um landið.
Í boði er spennandi starf sem uppgjörsaðili innan fjármáladeildar Langasjávar. Innan Langasjávar samstæðunnar eru 27 félög í hinum ýmsu geirum. Einnig sinnir fjármáladeildin samstæðuársreikningagerð fyrir Ölmu samstæðuna og Langasjávar samstæðunna.
- Mánaðarleg uppgjör samstæðunnar
- Vinna í uppgjörum, þ.e. ársreikningagerð og árshlutareikningagerð samstæðunnar
- Umsjón með bókhaldi eins félags innan samstæðunnar
- Afstemmingarvinna
- Svara fyrirspurnum frá endurskoðanda
- Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni er falið
- Háskólagráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta – eða hagfræði
- Framhaldsgráða á sviði reikningshalds er æskileg
- Þekking og reynsla í samstæðu uppgjörum og uppgjörum
- Þekking og reynsla í verkbókhaldi
- Þekking og reynsla af endurskoðun er kostur
- Færni í tölvunotkun, þar á meðal færni í notkun Navision, hagnýting í Excel er skilyrði
- Góð þekking á Business Central er kostur
- Faglegur áhugi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum og að einstaklingur vinni vel í hóp.












