Langisjór | Samstæða
Langisjór | Samstæða
Langisjór | Samstæða

Sérfræðingur í reikningshaldi og uppgjörum

Viltu vera hluti af fjármálasviði Langasjávar sem sinnir margskonar verkefnum frá bókhaldi og yfir í ársreikningagerð og samstæðuársreikningagerð?

Langisjór ehf. er móðurfélag nokkurra fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum ásamt útleigu og uppbyggingu atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Langisjór veitir þjónustu á sviði fjármála, mannauðsmála, markaðsmála, upplýsingatæknimála og viðskiptaþróunar fyrir öll dótturfélögin.

Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag, Freyja, Mata, Matfugl, Salathúsið og Síld og fiskur. Hjá samstæðunni starfa um 400 manns af öllum uppruna vítt og dreift um landið.

Í boði er spennandi starf sem uppgjörsaðili innan fjármáladeildar Langasjávar. Innan Langasjávar samstæðunnar eru 27 félög í hinum ýmsu geirum. Einnig sinnir fjármáladeildin samstæðuársreikningagerð fyrir Ölmu samstæðuna og Langasjávar samstæðunna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Mánaðarleg uppgjör samstæðunnar
  • Vinna í uppgjörum, þ.e. ársreikningagerð og árshlutareikningagerð samstæðunnar
  • Umsjón með bókhaldi eins félags innan samstæðunnar
  • Afstemmingarvinna
  • Svara fyrirspurnum frá endurskoðanda 
  • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni er falið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta – eða hagfræði
  • Framhaldsgráða á sviði reikningshalds er æskileg
  • Þekking og reynsla í samstæðu uppgjörum og uppgjörum
  • Þekking og reynsla í verkbókhaldi
  • Þekking og reynsla af endurskoðun er kostur
  • Færni í tölvunotkun, þar á meðal færni í notkun Navision, hagnýting í Excel er skilyrði
  • Góð þekking á Business Central er kostur
  • Faglegur áhugi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og að einstaklingur vinni vel í hóp.
Auglýsing birt12. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Sundagarðar 8, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft Dynamics 365 Business CentralPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar