Sérfræðingur í reikningshaldi
Míla leitar að lausnamiðuðum og öflugum einstaklingi í krefjandi og skemmtilegt starf í reikningshaldi. Míla er heildsöluaðili sem selur fjarskiptaþjónustu til fjarskiptafélaga á Íslandi - við veitum aðgang að Alnetinu og hver elskar ekki Alnetið? Við viljum skara fram úr og leggjum mikið upp úr gæðum og góðri þjónustu fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.
- Færsla fjarhagsbókhalds og afstemmingar.
- Umsýsla leigusamninga.
- Þátttaka í gerð mánaðar- og ársuppgjöra.
- Umbótaverkefni á fjármálasviði.
- Önnur tilfallandi verkefni.
- Viðskiptafræði eða önnur sambærileg menntun.
- Reynsla af uppgjörsvinnu.
- Reynsla af SAP er kostur en ekki skilyrði.
- Góð tölvufærni og gott vald á íslensku- og ensku.
- Hæfni til að tileinka sér nýjungar og sjá ný tækifæri til að auka skilvirkni.
- Hæfni í samskiptum, jákvæðni, þjónustulund og geta til að vinna í teymi.
- Samviskusemi, áreiðanleiki, vandvirkni og öguð vinnubrögð.
Helstu kostir þess að starfa hjá Mílu:
🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði
🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta
🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum
🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum
💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun
🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og afþreyingarherbergi með billiard-borði