Prósent
Prósent
Prósent

Sérfræðingur í rannsóknum

Talnaspekingur með mikla greiningarhæfileika óskast til að vera hluti af teymi sérfræðinga í rannsóknum. Prósent hefur frá árinu 2015 boðið upp á alhliða þjónustu á sviði markaðs-, þjónustu- og mannauðsrannsókna og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins.

Við leggjum mikla áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð, skipulagshæfileika og framúrskarandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Uppsetning, utanumhald og framkvæmd eigindlegra og megindlegra rannsókna
 • Mótun á aðferðafræði og gerð spurninga
 • Greining og framsetning gagna
 • Verkefnastjórn og samskipti við viðskiptavini
 • Umsjón með könnunarhópum
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Áhugi og skilningur á grunntölfræði
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi (t.d. viðskiptafræði, markaðsfræði, sálfræði, tölfræði eða mannauðsstjórnun)
 • Góð hæfni í framsetningu gagna í töflum og myndum
 • Nákvæmni og athygli á smáatriðum
 • Góðir skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
 • Áhugi á markaðsfræði kostur
Fríðindi í starfi
 • Möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma og að vinna að hluta til í fjarvinnu. 
Auglýsing stofnuð10. júlí 2024
Umsóknarfrestur5. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Laugavegur 178, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.RannsóknirPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SkýrslurPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar