
ORF Líftækni hf.
ORF Líftækni er íslenskt hátæknifyrirtæki sem er markaðsleiðandi í plöntulíftækni. ORF framleiðir sérvirk prótein sem meðal annars eru notuð í BIOEFFECT húðvörunum.
Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin, MESOKINE og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.

Sérfræðingur í próteintækni
Vegna nýrra og spennandi verkefna auglýsir ORF Líftækni hf. starf sérfræðings í próteintækni með áherslu á próteinhreinsun vaxtarþátta.
Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi sem mun vinna með öflugri próteintæknideild, að áframhaldandi þróun afkastamikilla aðferða í útdrætti og hreinsun próteina úr erfðatækniplöntum félagsins með nýrri tækni. Jafnframt sinna öðrum viðfangsefnum á sviði próteinlífefnafræði. Umsækjandinn þarf að vera áhugasamur varðandi starfið og verkefnin sem því fylgja og geta unnið í góðu samstarfi við aðra sérfræðinga og stjórnendur félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Ph.D. á sviði próteinlífefnafræði / M.Sc. á sviði próteinlífefnafræði ef reynsla er nægileg
Reynsla á aðferðum próteinhreinsunar og þróun hreinsiferla er nauðsynleg
Reynsla á sviði almennrar próteingreiningar
Reynsla á AKTA tæki og UNICORN er kostur
Reynsla við Design of Experiments (DoE) er kostur
Reynsla við að vinna sjálfstætt og með teymi
Auglýsing birt4. september 2020
Umsóknarfrestur13. september 2020
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar