
Vörður tryggingar
Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.
Vörður hefur á að skipa þjónustulipru og vel upplýstu starfsfólki sem vinnur í fjölbreyttu og hvetjandi starfsumhverfi. Lögð er áhersla á traust og áreiðanleika í samskiptum.
Lykillinn að farsælum rekstri Varðar er fólkið sem þar starfar. Við leggjum áherslu á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks og skemmtilegan vinnustað þar sem hver einstaklingur hefur áhrif og skiptir máli.

Sérfræðingur í persónutjónum
Á spennandi tímum leitar Vörður að öflugum liðsauka í tjónaþjónustu. Helstu verkefni snúa að fjölbreyttri þjónustu við viðskiptavini í tengslum við persónutjón, uppgjör tjóna og umsýslu þeirra. Ef þú brennur fyrir því að veita góða þjónustu, átt gott með að vinna í teymi og hefur áhuga á fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þá gæti þetta verið starf fyrir þig. Við hvetjum öll til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn vinnsla persónutjóna
- Samskipti, þjónusta og stuðningur við viðskiptavini, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila
- Samskipti við erlenda þjónustuaðila
- Skráning og gagnaöflun
- Úrvinnsla gagna, mat á bótaskyldu og uppgjör tjóna
- Samstarf og samvinna við önnur teymi hjá Verði
- Önnur tilfallandi verkefni, svo sem þátttaka í umbótaverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Frumkvæði, þjónustulund og fagmennska
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að greina tækifæri til umbóta og skilvirkni
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
- Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Auglýsing birt31. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 19, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (2)