Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Sérfræðingur í Öryggisstjórnun

Óskað er eftir öflugum liðsfélaga í teymi Öryggisstjórnunar hjá Isavia. Við leitum af skipulögðum og metnaðarfullum sérfræðingi til að leiða og þróa áhættustjórnunarkerfi Keflavíkurflugvallar.

Öryggisstjórnun er eining innan þjónustu- og rekstrarsviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli. Einingin ber ábyrgð á rekstri öryggisstjórnunarkerfis flugvallarins og starfar samkvæmt starfsleyfiskröfum. Starfssviðin eru flugöryggi, vinnuvernd og hlítni við reglugerðarkröfum.

Starf sérfræðingsins felur í sér þá ábyrgð að tryggja að vinnsla áættumata uppfylli kröfur í reglugerð. Einnig felst í starfinu stuðningur við áhættumatsaðila í formi þjálfunar og ráðgjafar.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með þjálfun og fræðslu áhættumatsaðila
  • Umsjón með ferli áhættumata, frá móttöku beiðna til framkvæmdar
  • Yfirumsjón með áhættumatsgrunni og skráningum
  • Eftirlit með framkvæmd og eftirfylgni mildunaraðgerða og úrbóta
  • Þátttaka í mótun og uppfærslu ferla, verklagsreglna og skjala
  • Samvinna við aðra aðila um öryggismál flugvallarins

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og/eða reynsla af áhættustjórnun er kostur
  • Þekking á flugvallarekstri er æskileg
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í töluðu og rituðu máli

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2025.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Andri Stefánsson, forstöðumaður Öryggisstjórnunar, [email protected]

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt21. maí 2025
Umsóknarfrestur7. júní 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar