Veitur
Veitur
Veitur

Sérfræðingur í nýsköpun og tækniþróun rafveitu

Viltu taka þátt í móta grunnstoðir samfélagsins til framtíðar?

Á næstu árum munu orkuskipti gjörbreyta íslensku samfélagi og knýja fram nýja tíma í ört stækkandi samfélagi. Rafveita Veitna stendur í forystu þessara umbreytinga, þar sem áskorunin er að tryggja áreiðanlegt og öflugt dreifikerfi fyrir orkunotkun sem er áætlað að tvöfaldist á næstu 20-30 árum. Þetta kallar á nýsköpun, sterka framtíðarsýn og djörf skref til að skapa sjálfbæra framtíð.

Við leitum að drífandi manneskju sem býr yfir skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og umhyggju. Ef þú brennur fyrir góðri samvinnu, traustu sambandi við hagaðila og viðskiptavini, og hefur áhuga á að takast á við þessar áskoranir með okkur þá viljum við heyra í þér.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á kerfisáætlun rafveitu
  • Raungera þróun rafveitu vegna orkuskipta
  • Vera aflvaki nýsköpunar og þróunar þvert yfir rafveitu
  • Setja af stað rannsóknarverkefni og skilgreina með ytri og innri aðilum
  • Umsjón kynninga á þróun rafveitu
  • Styðja Veitur í að veita framúrskarandi þjónustu
  • Önnur verkefni tengd þróun rafveitunnar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á stöðugum umbótum og öryggi
  • Reynsla og skilningur af virkni flókinna kerfa og tæknileg innsýn
  • Skipulagshæfni og víðsýni
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að setja fram flókin viðfangsefni á einfaldan hátt
  • Reynsla af teymisvinnu og geta til að fá fólk í lið með sér
  • Háskólamenntun á rafmagnssviði
Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur16. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁhættugreiningPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StefnumótunPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar