Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands

Sérfræðingur í miðlun og kynningarmálum á Veðurstofu Íslands

Viltu taka þátt í spennandi og þýðingarmiklu starfi sem tengir vísindi og samfélag?

Veðurstofa Íslands leitar að skapandi sérfræðingi til að sinna krefjandi og metnaðarfullu starfi við miðlun og kynningarmál. Sem hluti af samskiptateymi Veðurstofunnar munt þú vinna með öflugum og fjölbreyttum hópi vísindafólks og sérfræðinga stofnunarinnar sem hafa það verkefni að vakta, rannsaka og miðla upplýsingum um náttúruöflin á Íslandi.

Veðurstofa Íslands gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og við vinnum í nánu samstarfi við hóp stofnana, embætta og viðbragðsaðila. Saman leggjum við okkur fram við að miðla áreiðanlegum og skýrum upplýsingum sem stuðla að öryggi fólks og eigna gagnvart öflum náttúrunnar. Veðurstofan veitir einnig þjónustu sem eykur getu samfélaga til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga og stuðlar að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda landsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hefur umsjón með og sinnir verkefnum tengt ytri og innri miðlun Veðurstofunnar. Meðal mikilvægustu verkefna eru vefritstjórn og gerð efnis fyrir stafræna miðla Veðurstofunnar.

  • Miðlun og fréttaskrif í náttúruváratburðum
  • Framsetning á fróðleik og greinum tengt vísindastarfi Veðurstofunnar
  • Ráðgjöf og almenn aðstoð við starfsmenn tengt kynningarmálum Veðurstofunnar
  • Samskipti við fjölmiðla eftir því sem við á
  • Sinnir verkefnum er tengjast útgáfum á skýrslum og greinum

Jafnframt hefur viðkomandi umsjón með kynningarefni og undirbúningi á viðburðum á vegum Veðurstofunnar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Haldgóð reynsla af verkefnastjórnun tengt miðlun og kynningarmálum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að miðla flóknum upplýsingum á skýran og aðgengilegan hátt til ólíkra markhópa
  • Vísindalæsi, forvitni og áhugi á fróðleik um vísindi og náttúru Íslands
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í tjáningu í ræðu og riti
  • Skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Auglýsing birt17. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bústaðavegur 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar