
Umhverfis- og orkustofnun
Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa 1. janúar 2025. Stofnunin tók við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar.
Umhverfis- og orkustofnun fer með stjórnsýslu loftslags-, umhverfis- og orkumála og málefni auðlindanýtingar. Þar á meðal eru verkefni í fjölbreyttum málaflokkum:
Efnamál
Eftirlit
Haf og vatn
Hringrásarhagkerfi
Loftgæði
Loftslags- og orkusjóður
Losunarheimildir
Orkuskipti
Orkunýtni
Starfsemin fer fram á sex starfsstöðvum um allt land en bæði á Borgum á Akureyri og á Suðurlandsbraut í Reykjavík er starfað í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi.
Starfsstöðvarnar okkar eru:
Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstaðir, Selfoss, Reykjavík og Hvanneyri.

Sérfræðingur í miðlun - Evrópuverkefni
Hjá Umhverfis- og orkustofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í samskiptum og miðlun. Stofnunin hlaut nýverið stóran styrk frá LIFE áætlun Evrópusambandsins sem snýr að verndun vatns og innleiðingu vatnaáætlunar hér á landi. Stór þáttur verkefnisins snýr að miðlun þekkingar úr verkefninu til samstarfsaðila, hagaðila og almennings. Starfið snýst um að miðla framvindu og afrakstri verkefnisins til almennings. Meðal annars með vefsíðu verkefnisins, halda úti reglulegu upplýsingaflæði á samfélagsmiðlum, skrifa fréttatilkynningar, samskiptum við fjölmiðla og söfnun efnis frá samstarfsaðilum. Starfið krefst mikilla samskipta við samstarfs og hagaðila verkefnisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hafa yfirsýn yfir miðlun verkefnisins í heild sinni og eftirfylgni þess.
- Ritstjórn, umsjón og efnissköpun fyrir vef og samfélagsmiðla.
- Ráðgjöf og aðstoð við samstarfsaðila verkefnisins vegna kynningar-, fræðslu- og útgáfumála.
- Gerð fréttatilkynninga og kynninga á verkefninu.
- Skipulagning viðburða.
- Umsjón með skýrslugerð til styrkveitanda.
- Samskipti við innlenda og erlenda fjölmiðla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, reynsla og færni af hverskonar miðlun er æskileg.
- Starfsreynsla þar sem reynt hefur á textaskrif, ritstjórn og miðlun efnis er æskileg.
- Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti er nauðsynlegt.
- Reynsla af notkun samfélagsmiðla á markvissan hátt er æskileg.
- Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa er æskileg.
- Reynsla af viðburðastjórnun er kostur.
- Reynsla af evrópskum rannsóknaverkefnum er kostur.
- Reynsla af verkefnastjórnun kostur.
- Þekking og reynsla af uppsetningu efnis á myndrænan hátt er kostur.
- Þekking og reynsla af gerð myndbanda kostur.
- Áhugi á verndun vatns og vatnamálum.
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (11)

Marketing Activation Lead (part time)
Flügger Litir

Video Content Creator - Hlutastarf
MARS MEDIA

Markaðssnillingur - Birtingastjóri á stafrænum miðlum
MARS MEDIA

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Nótnavörður Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

UGC myndbandagerð - snöggur peningur
KOKO vörur slf.

Upplýsingafulltrúi hjá Akraneskaupstað
Akraneskaupstaður

Markaðsfulltrúi - Tímabundið starf
Heimilistæki ehf

Markaðsstjóri Breiðabliks
Breiðablik

Erindreki landsbyggðar & Verkefnastjóri viðburða
Bandalag íslenskra skáta

Ævintýrapersóna með söluhæfileika
Tripical Ísland