Petmark
Petmark ehf. er dreifingaraðili sem sérhæfir sig í dagvöru og gæludýravörum fyrir sérverslanir og stórmarkaði.
Petmark heildverslun var stofnuð árið 2014 og einbeitti sér fyrstu árið alfarið að innflutningi og dreifingu á gæludýravörum til dýralækna, sérverslana og í stórmarkaði. Uppbygging Petmark var hröð og fólst helst í að vinna náið með samstarfsaðilum til þess að ná fram sem hagkvæmastri vörusamsetningu hverju sinni. Ávallt hefur verið lögð áhersla á að bjóða bestu vörumerki á heimsvísu í sínum flokki.
Petmark veitir þjónustu sérsniðna að þörfum viðskiptavina og leggur mikið upp úr breidd í vöruvali.
Sérfræðingur í markaðsmálum
Ertu skapandi, drífandi og með brennandi áhuga á markaðsmálum?
Petmark og Gæludýr.is leita að árangursdrifinni markaðsmanneskju sem hefur áhuga á að takast á við spennandi og fjölbreyttar áskoranir ásamt því að vinna með okkur að mótun og framkvæmd markaðsstefnu heildsölunnar og tengdum félögum.
Viðkomandi mun vera staðsettur á nýjum höfuðstöðum Petmark að Koparsléttu 16, 162 Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með markaðssetningu á stafrænum miðlum.
- Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum fyrirtækisins.
- Þróun og framkvæmd markaðsáætlana fyrir fjölmörg spennandi vörumerki.
- Greina og meta árangur af markaðsaðgerðum og koma með hugmyndir að úrbótum og/eða nýrri nálgun.
- Aðkoma að hinum ýmsu viðburðum.
- Önnur tilfallandi verkefni í samstarfi við sölu- og markaðsstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Haldbær reynsla af markaðsmálum og stafrænni markaðssetningu.
- Reynsla og þekking á notkun helstu samfélagsmiðla í markaðsstarfi s.s. Facebook, Instagram, TikTok, Meta business suite, Google ads.
- Reynsla af gerð markaðsáætlana og vefumsjón.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, skapandi hugsun og síðast en ekki síst vinnugleði.
- Góð hæfni í íslensku í ræðu og riti.
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur8. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Koparslétta 16
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)
Verkefnastjóri sölu- og markaðsmála hjá Mannauðslausnum
Advania
Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz
Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu / Digital Marketing
Laugarás Lagoon
Söluráðgjafi þjónustusamninga hjá Hitatækni ehf
Hitatækni ehf
Assistant Manager, Marketing Communication
Berjaya Coffee Iceland ehf.
Samfélagsmiðlafulltrúi Krónunnar (tímabundið starf)
Krónan
Starfsmaður í vefumsjón
Hertz Bílaleiga
Tæknimaður í vef- og hýsingardeild
TACTICA
Sölu, markaðs og innkaupafulltrúi
Provision