American Style
American Style
American Style

Sérfræðingur í mannauðs- og gæðamálum

Starfslýsing – Sérfræðingur í mannauðs og gæðamálum

Leitum að öflugum og metnaðarfullum sérfræðingi í mannauðs og gæðamál til að ganga til liðs við okkur. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem býr yfir faglegri þekkingu, mikilli þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með mannauðsmálum, þar á meðal ráðningum, fræðslu og ráðgjöf til stjórnenda
  • Þátttaka í og eftirfylgni með gæðamálum, verklagsreglum og stöðugum umbótum
  • Vinna með bókhaldskerfum og tengdum ferlum, m.a. launa- og kostnaðaryfirlitum
  • Samskipti við innri og ytri hagsmunaaðila
  • Þjónusta og ráðgjöf til starfsfólks með áherslu á fagmennsku og lausnamiðaða nálgun

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af mannauðsmálum
  • Reynsla af eða þekking á gæðamálum
  • Þekking á bókhalds og launakerfum
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Mikil þjónustulund, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Persónulegir eiginleikar:

  • Jákvætt viðmót og fagleg framkoma
  • Lausnamiðuð hugsun og frumkvæði
  • Geta til að vinna sjálfstætt sem og í teymi
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur28. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bitruháls 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar