Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er gífurlega öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. Kennitala félagsins er 410995-3369.
Sérfræðingur í launavinnslu
Öryggismiðstöðin leitar að jákvæðum, talnaglöggum og öflugum launafulltrúa í frábært teymi. Starfið er á sviði Fjármála og reksturs og er fullt starf.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfið er framtíðarstarf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Launavinnsla
- Skil á skilagreinum til lífeyrissjóða, stéttafélaga og opinberra aðila
- Skráning og frágangur launagagna
- Aðstoð og ráðgjöf í málum tengdum mannauði til stjórnenda
- Aðstoð í almennum bókunarstörfum
- Þátttaka í umbótaverkefnum
- Greiningavinna og úrvinnsla gagna
- Önnur tilfallandi verkefni á fjármála- og rekstrarsviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- A.m.k. 3 ára starfsreynsla í launum eða bókhaldi er skilyrði
- Viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun er kostur
- Þekking á Business Central og/eða Navison er kostur
- Þekking á Kjarna og Tímon er kostur
- Þekking á Jafnlaunavottun kostur
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og rík þjónustulund
- Frumkvæði í starfi og umbótahugsun
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð þekking og færni í Excel
- Íslenskukunnátta er skilyrði
Auglýsing birt10. september 2024
Umsóknarfrestur22. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaFramúrskarandi
EnskaMjög góð
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Gjaldkeri
Eignaumsjón hf
Viðskiptastjóri Auglýsingalausna
Síminn
Viðskiptastjóri Billboard og Buzz
Billboard og Buzz
Innheimtufulltrúi
DHL Express Iceland ehf
Bókari í hagdeild
Samskip
Sölumaður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport
Stöð 2
Þjónustufulltrúi - Akureyri
Terra hf.
Sérfræðingur á fjármálasviði
Taktikal
Bókhald og uppgjör
Aalborg Portland
Ráðgjafi í rekstri
RML
Sérfræðingur í siglingum
Vegagerðin
Vörusérfræðingur í innkaupum
Vegagerðin