Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Sérfræðingur í launadeild Kópavogsbæjar

Launavinnsla fyrir allt starfsfólk Kópavogsbæjar, þ.m.t. laun sumarstarfsfólks og vinnuskóla fer fram innan launadeildar. Í launavinnslu felst að tryggja rétta og tímanlega launavinnslu fyrir rétta og tímanlega útborgun launa og launatengdra gjalda. Skráning nýrra starfsmanna, skráning breytinga og skráning starfsloka heyrir einnig undir launadeild.

Sérfræðingur í launadeild sinnir almennri launavinnslu að hluta en ber auk þess sértæka ábyrgð á flóknari verkefnum í launavinnslu og umbótastarfi deildarinnar. Sérfræðingur ber einnig ábyrgð á skilagreinum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila, uppfærir gæðaskjöl svo unnt sé að byggja upp samræmt verklag í launavinnslu og vinnur náið með deildarstjóra launadeildar. Sérfræðingur er í miklum samskiptum við starfsfólk og stjórnendur Kópavogsbæjar og við lífeyrissjóði, stéttarfélög og aðrar hlutaðeigandi stofnanir.

Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Stytting vinnuvikunnar

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Launavinnsla, eftirlit með launaskráningum og útborgun launa.
  • Virk samskipti við stjórnendur hjá Kópavogsbæ.
  • Leiðbeina og þjálfa stjórnendur og starfsfólk í tímaskráningarkerfum og launaferli.
  • Umbætur, gæðastarf og verkefnastjórnun.
  • Uppfærslur og tillögur að breytingum á verkferlum deildarinnar og launa- og tímaskráningarkerfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af launavinnslu kostur.
  • Mjög góð tölvukunnátta, sérstaklega í Excel, Word og Outlook.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni í vinnubrögðum og færni til að vinna með tölur.
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og rík ábyrgðartilfinning.
  • Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hópi er skilyrði.
  • Þekking á launakerfum og tímaskráningarkerfum kostur.
  • Ríkur umbótavilji er skilyrði.
  • Færni til að þjálfa og leiðbeina öðrum er kostur.
  • Góð íslenskukunnátta.
Auglýsing stofnuð30. maí 2024
Umsóknarfrestur18. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.LaunavinnslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.SAPPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar