Hafrannsóknastofnun
Hafrannsóknastofnun er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Stofnunin heyrir undir matvælaráðuneytið.
Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.
Sérfræðingur laun-og kjaramál á svið Mannauðs og miðlunar
Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum, öflugum og traustum sérfræðingi á svið Mannauðs og miðlunar til að sinna launa og kjaramálum. Starfið er laust þannig viðkomandi getur hafið störf strax.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á skráningum í mannauðs- og launakerfi Orra.
- Ábyrgð á launavinnslu
- Framsetning og úrvinnsla gagna til launavinnslu hjá Fjársýslu ríkisins
- Yfirferð og afstemmning launa
- Leiðandi í að straumlínulaga ferla og verklag sem snúa að launamálum
- Upplýsingagjöf til starfsfólks um launa- og kjaramál.
- Kjaramál, túlkun kjara- og stofnanasamninga og eftirlit með framkvæmd þeirra.
- Greiningarvinna, samantektir og úrvinnsla fyrir stjórnendur.
- Þátttaka í stærri verkefnum eins og stafrænni þróun launavinnslu og stjórnendaupplýsingum
- Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk.
- Ýmis sérverkefni og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla í launavinnslu er krafa
- Nám sem nýtist í starfi
- Þekking á Vinnustund eða öðru sambærilegu tímaskráningarkerfi.
- Þekking á Orra launa- og mannauðskerfi er kostur.
- Reynsla af gagnavinnslu, framsetningu og túlkun tölulegra upplýsinga.
- Góð færni og kunnátta í Excel.
- Þekking og reynsla af túlkun kjara- og stofnanasamninga.
- Þekking og reynsla af þeim lögum og reglum sem gilda um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er kostur.
- Rík þjónustulund, jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 180 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor
Auglýsing birt23. september 2024
Umsóknarfrestur3. október 2024
Laun (á mánuði)1 - 31 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
LaunavinnslaMicrosoft Excel
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Mannauðsfulltrúi
Iceland Hotel Collection by Berjaya
Forstöðumaður bókasafns Norðfjarðar
Fjarðabyggð
Accountant & Office Assistant (Part-time)
WiseFish ehf.
Starf á Fjármálasviði
Cargow Thorship
Þjónusta og tollskrárgerð
Cargow Thorship
Verkefnisstjóri mannauðsmála
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Bakvinnsla á viðgerðarlager
ELKO
Flight Dispatch Officer
PLAY
Sérfræðingur í bakvinnslu
Íslandsbanki
Þjónusturáðgjafi
Félagsbústaðir
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Mannauðs- and launafulltrúi
Kerecis