Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Sérfræðingur í landeignaskráningu

Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, nýsköpun, miðlun upplýsinga og stafræna þróun?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðis, fasteigna og mannvirkja og leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í teymi fasteignaskráningu sem staðsett er á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í samheldnu teymi sem sinnir fasteigna- og landeignaskráningu ásamt fleiri spennandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka og yfirferð skráninga um stofnun, endurskoðun eða breytingu fasteigna og landeigna
  • Gæðaeftirlit gagna til að tryggja réttleika skráninga
  • Þátttaka í viðhald skráningaskerfa fasteignaskrár
  • Þátttaka í stjórnkerfi HMS s.s. stefnumótunar- og umbótaverkefnum, þjónustumælingar og eftirfylgni
  • Þjónusta við innri og ytri viðskiptavini
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla á sviðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í landfræði, landmælingum, verkfræði eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla sem nýtist í starfi, svo sem vinnsla gagna í landupplýsingakerfum
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Metnaður og drifkraftur
  • Lipurð í samskiptum og samstarfi, þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð4. júní 2024
Umsóknarfrestur24. júní 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar