
Ístak hf
Við erum framsækið verktakafyrirtæki þar sem framkvæmdagleði er í fyrirrúmi. Við veitum ávallt bestu þjónustu sem völ er á og leggjum metnað í að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar.
Hjá Ístaki starfa hátt á fimmta hundrað manns við spennandi og fjölbreytt verkefni. Við kappkostum að vera eftirsóknarverður vinnustaður í byggingageiranum þar sem hver starfsmaður er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu án tillits til kyns, aldurs eða þjóðernis. Við leggjum mikið upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólkið okkar og styðjum vel við öflugt starfsmannafélag.
Kynntu þér störf í boði eða leggðu inn almenna umsókn.

Sérfræðingur í kostnaðareftirliti
Ístak hf. leitar að talnaglöggum og metnaðarfullum sérfræðingi í kostnaðareftirliti sem verður hluti af öflugu fjármálateymi fyrirtækisins. Hlutverk sérfræðingsins er að stuðla að því að markmið félagsins um ásættanlega framlegð úr verkum náist með skilvirku eftirliti og upplýsingagjöf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðbeina og aðstoða staðarstjóra við gerð fjárhagsáætlana.
- Greiningar og mat á áhættu verkanna í samstarfi við staðarstjóra og framkvæmdastjóra.
- Veita stjórnendum félagsins ráðgjöf og stuðning á sviði kostnaðareftirlits.
- Skýrslu- og upplýsingagjöf til stjórnenda eftir þörfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða verkfræði.
- Reynsla af framsetningu fjárhagsupplýsinga í PowerBi kostur.
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Geta til að miðla gögnum á skilvirkan hátt.
- Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð.
Auglýsing birt30. ágúst 2024
Umsóknarfrestur8. september 2024
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í upplýsingakerfum veitna
Norðurorka hf.

Sérfræðingur í gagnagreiningu og þróun
Dagar hf.

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Kennari í fagbóklegar greinar og teikningu - Byggingatækniskólinn
Tækniskólinn

Verkefnastjóri framleiðslu í jarðvinnu
Ístak hf

Scheduling Consultant
Icelandair

Network Analyst
Icelandair

Forstöðumaður framkvæmda og þróunar
atNorth

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bílaumboðið Askja

Sérfræðingur búnaðar í kerskálum
Rio Tinto á Íslandi

Reiknaðu með okkur - Sérfræðingur í reikningshaldi
Rarik ohf.

Hugbúnaðarsérfræðingur
KAPP ehf