Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi
Rio Tinto á Íslandi

Sérfræðingur í kerstýringum

Viltu starfa í krefjandi og spennandi iðnaðarumhverfi þar sem nákvæmni, áreiðanleiki og tæknileg þróun eru í fyrirrúmi?

Rio Tinto á Íslandi leitar að sérfræðingi til að aðstoða við rekstur og þróun kerstýringakerfa fyrir kerskála í álverinu í Straumsvík.

Unnið er í nánu samstarfi við erlenda sérfræðinga. Um nýtt starf er að ræða sem hentar vel einstaklingi sem hefur gaman að því að læra, kynna sér legacy kerfi og færa inn í framtíðina.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þróun og rekstri hátæknikerfa í framleiðslu hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur, viðhald og þróun iðnstýringakerfa fyrir kerskála.
  • Umsjón með forritun og stillingum á stjórnkerfum.
  • Uppfærsla, fínstilling og bilanagreining á stjórnkerfum fyrir framleiðsluferlið.
  • Umsjón með öryggi og áreiðanleika kerfisstýringar í takt við rekstrarkröfur.
  • Samvinna við tækniteymi, viðhaldsaðila og framleiðsludeildir og greiningu og úrbætur.
  • Þátttaka í þróunarverkefnum með áherslu á sjálfvirknivæðingu og hámörkun rekstrarskilvirkni.
  • Skráning, skjalfesting og eftirfylgni með breytingum í stjórnkerfum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði rafmagns-, tölvu-, iðnaðarverkfræði, eða sambærileg menntun.
  • Almenn kunnátta í forritun, til dæmis í C eða C++
  • Reynsla af iðnstýringum og forritun iðntölva kostur.
  • Grunnþekking á gagnagrunnskerfum, netkerfum og samskiptareglum iðnstýringakerfa er æskileg.
  • Hæfni í bilanagreiningu og lausnamiðaðri hugsun í rauntímakerfum.
  • Góð samskiptafærni og geta til að vinna í teymi.
  • Þekking á Fortran og VMS-stýrikerfum er mikill kostur.
Fríðindi í starfi
  • Frítt fæði í mötuneyti.
  • Heilsustyrkur.
  • Fæðingarorlofsstyrkur allt að 18 vikur á óskertum launum.
  • Velferðartorg.
  • Þátttaka í hlutabréfakaupum.
  • Öflugt þjálfunar- og fræðslustarf.
Auglýsing birt21. mars 2025
Umsóknarfrestur30. mars 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Straumsvík, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.CPathCreated with Sketch.C++PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar