
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá 66°Norður
Hefur þú brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og tölvutækni og vilt vera hluti af öflugu IT-teymi sem styður bæði íslenskan og alþjóðlegan rekstur 66°Norður?
Við hjá 66°Norður leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi í starf Sérfræðings í hugbúnaðarþróun, sem hefur áhuga á að taka virkan þátt í þróun, viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu tæknilausna fyrirtækisins. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér bakendaforritun, ásamt full-stack verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þróun og viðhald á núverandi kerfum, lausnum og þjónustum fyrirtækisins
- Val og innleiðing á tækni og verkferlum í takt við stefnu fyrirtækisins
- Samvinna þvert á deildir í fjölbreyttum verkefnum
- Þátttaka í daglegu þróunarferli
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi er krafa
- Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og góð skipulagsfærni
- Geta til að vinna sjálfstætt
- Geta til að stýra fundum
- Drifkraftur og áhugi á að tileinka sér nýjar aðferðir og tækni
- Reynsla og þekking á Python development er krafa
- Reynsla og þekking Docker / Docker Compose er krafa
- Reynsla og þekking Linux og Windows umhverfi er krafa
- Reynsla og þekking SQL gagnagrunnar og gagnavinnsla er krafa
- Reynsla og þekking UI Path og Power Automate er kostur
- Reynsla og þekking Django / Flask web services er kostur
- Reynsla og þekking NGINX, APIs, JSON er kostur
- Reynsla og þekking Git / GitHub er kostur
- Þekking á ERP-kerfum (t.d. Dynamics AX) er kostur
Auglýsing birt14. janúar 2026
Umsóknarfrestur31. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Miðhraun 11, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti ehf.

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

QA Specialist
Arion banki

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games

Senior AI Engineer
CCP Games

Scientific Software Engineer – Simulation & Signal Processing
Treble Technologies

Technical Solutions Engineer – Audio AI & Simulation
Treble Technologies

Senior Audio AI Scientist
Treble Technologies

Software Developer - Bionics | Össur
Embla Medical | Össur

Sumarstörf 2026
Íslandsbanki