Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu. Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu. Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín. Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í heimilislækningum -Seltjarnarnesi og Vesturbæ

Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að öflugum sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf, starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf á spennandi vettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.

Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu, fróðlegu og krefjandi starfi heimilislækninga. Heimilislæknir mun starfa í þverfaglegu teymi með öðrum læknum, hjúkrunarfræðingum og fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilsugæslunnar.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Helstu verkefni og ábyrgð

Heimilislæknir sinnir einstaklingum á öllum aldri og er starfið víðtækt og krefjandi. Heimilislæknir sinnir almennum lækningum, mæðravernd, ungbarnaeftirliti, heilsuvernd og síðdegisvakt. Læknir á heilsugæslustöð er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt lækningaleyfi
Sérfræðimenntun í heimilislækningum
Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
Reynsla af kennslu er æskileg
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi til samstarfs við aðrar starfsstéttir og þátttaka í teymisvinnu
Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
Góð almenn tölvukunnátta
Íslenskukunnátta skilyrði
Hreint sakavottorð
Auglýsing stofnuð24. maí 2023
Umsóknarfrestur12. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Suðurströnd 12, 170 Seltjarnarnes
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LæknirPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.