

Sérfræðingur í heimilislækningum -Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ leitar að öflugum sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf, starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið starf á spennandi vettvangi fyrir lækni sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júlí eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Við leitum að lækni sem hefur áhuga á að taka þátt í fjölbreyttu, fróðlegu og krefjandi starfi heimilislækninga. Heimilislæknir mun starfa í þverfaglegu teymi með öðrum læknum, hjúkrunarfræðingum og fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem veitt er fyrstu línu þjónusta og geðheilbrigðismál eru í mikilli framþróun innan heilsugæslunnar.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Helstu verkefni og ábyrgð
Heimilislæknir sinnir einstaklingum á öllum aldri og er starfið víðtækt og krefjandi. Heimilislæknir sinnir almennum lækningum, mæðravernd, ungbarnaeftirliti, heilsuvernd og síðdegisvakt. Læknir á heilsugæslustöð er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi.




















