

Sérfræðingur í heimilislækningum-Heilsugæslan Mosfellsumdæmi
Heilsugæslan Mosfellsumdæmi leitar að sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Unnið er í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Mosfellsumdæmi flutti nýverið í nýtt og sérhannað húsnæði.





















