
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og vinnur að söfnun gagna, úrvinnslu og birtingu tölfræðilegra upplýsinga um landshagi Íslands og þjóðfélagsleg málefni.
Hjá Hagstofunni starfar öflugur hópur 125 starfsmanna. Starfsumhverfið er fjölskylduvænt með sveigjanlegum vinnutíma og styttri vinnuviku. Boðið er upp á heilsustyrk fyrir þá sem hreyfa sig og samgöngustyrk fyrir þá sem nýta umhverfisvænan ferðamáta til vinnu. Virkt starfsmannafélag skipuleggur ýmsa viðburði fyrir starfsfólk.
Leiðarljós Hagstofunnar eru þjónusta – áreiðanleiki - framsækni.
Frekari upplýsingar um stofnunina má finna á vef Hagstofunnar www.hagstofa.is

Sérfræðingur í hagtölum um innflytjendur
Hagstofa Íslands leitar að sérfræðingi í að greina gögn og miðla tölum um innflytjendur á Íslandi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í starfinu felst að koma á reglulegum greiningum og miðlun hagtalna um innflytjendur á Íslandi meðal annars út frá lykilupplýsingum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar, atvinnustöðu, menntun og tegund dvalarleyfa. Að auki felst í starfinu að sinna reglulegum gagnaskilum um innflytjendatölfræði til alþjóðastofnana og birtingu talna á grunni þessara gagna á vef Hagstofunnar. Starfið er unnið í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga Hagstofunnar og utanaðkomandi notendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Markverð reynsla af greiningu og miðlun talnaefnis
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Reynsla af notkun SQL
- Mikil R kunnátta
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Sjálfstæði og frumkvæði
- Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Auglýsing birt21. janúar 2026
Umsóknarfrestur2. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Samviskusemi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Financial Mechanism Office (FMO)

Enterprise Data Architect | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Full Stack / AI Forritari
Lagaviti ehf.

OK leitar að reynslumiklum tæknimanni
OK

QA Specialist
Arion banki

Sérfræðingur í net- og upplýsingaöryggi
Reiknistofa bankanna

Sumarstörf 2026 - háskólanemar
Landsnet hf.

Ertu Jira/Atlassian gúrú?
Sensa ehf.

Software Quality Assurance Engineer
Teledyne Gavia ehf.

Kerfisstjóri/geimfari með öryggi á heilanum
Atmos Cloud

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)
Deloitte

Senior Data Engineer
CCP Games