
Sérfræðingur í greiningum
Sérfræðingur í greiningum
Lyfjastofnun óskar eftir að ráða öflugan einstakling í greiningadeild á fjármála- og rekstrarsviði. Starfið býður upp á þróunarvinnu fyrir talnaglöggan aðila sem kemur til með að vinna að öflugri upplýsingagreiningu og miðlun Lyfjastofnunar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða fjölbreytt verkefni við hagnýtingu gagna og upplýsinga til gagnadrifinnar ákvarðanatöku, s.s. þátttaka í greiningu á megin þjónustuferlum stofnunarinnar, skýrslugerð, kostnaðareftirlit og þátttaka í áætlanagerð.
- Greining gagna sem nýtast við ákvarðanatöku og stefnumótun.
- Kostnaðargreiningar og eftirlit.
- Þátttaka í vinnu við útfærslu á gjaldskrá Lyfjastofnunar.
- Uppsetning mælaborða og skýrslna í Power BI.
- Þátttaka í bókhalds- og uppgjörsvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. í viðskiptafræði, verkfræði eða gagnavísindum.
- Marktæk starfsreynsla í kostnaðar- og gagnagreiningu ásamt gerð reiknilíkana.
- Færni í framsetningu tölulegra gagna.
- Bókhalds- og uppgjörsreynsla ásamt reynslu af opinberum rekstri er kostur.
- Reynsla af Power BI eða öðrum viðskiptagreindarhugbúnaði
- Lipurð í mannlegum samskiptum, þjónustulund og frumkvæði
- Sjálfstæði og öguð vinnubrögð ásamt faglegum metnaði
- Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni.
- Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
Um Lyfjastofnun:
Lyfjastofnun er eftirsóknarverður vinnustaður sem leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Helstu hlutverk stofnunarinnar eru útgáfa markaðsleyfa og gæðamat, eftirlit með lyfjum og lækningatækjum, vísindaráðgjöf, verð- og greiðsluþátttaka lyfja og upplýsingagjöf. Hjá Lyfjastofnun starfa 85 starfsmenn af sex þjóðernum. Gildi Lyfjastofnunar eru: Gæði – Traust – Þjónusta. Nánari upplýsingar má finna á: www.lyfjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.











