Orkustofnun
Orkustofnun
Orkustofnun

Sérfræðingur í greiningu orkumarkaðar

Viltu taka þátt í mótun orkuumhverfis á Íslandi?

Orkustofnun leitar að öflugum greinanda með mikla færni í hagnýtingu gagnasafna ásamt færni til að greina og miðla gögnum á skýran og faglegan hátt. Um er að ræða stöðu sérfræðings í greiningu orkumarkaðar hjá Raforkueftirlitinu og heyrir starfsmaður undir deildarstjóra Raforkueftirlits Orkustofnunar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Eftirlit með og greiningar á samkeppnisstarfsemi raforkumarkaðar.
  • Þróun og innleiðing mælaborðs orkumála, og greiningar því tengdu
  • Uppbygging, samræming og viðhald gagnagrunna
  • Söfnun og hagnýting gagna við gerð spár um framtíðarþróun framboðs og eftirspurnar raforku
  • Gerð greininga fyrir raforkueftirlit og stjórnvöld og miðlun upplýsinga
  • Þátttaka í verkefnum um gerð orkuspár og rekstrarhermanir raforkukerfisins
  • Þátttaka í stjórnsýsluákvörðunum Orkustofnunar
  • Söfnun gagna vegna upplýsingaskyldu til utanaðkomandi aðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði verkfræði, tæknifræði, hagfræði eða skyldra greina
  • Færni í greiningu gagna og hagnýtingu gagnasafna
  • Hæfni til að miðla gögnum á myndrænu formi sem og í rituðu og töluðu máli
  • Góður skilningur á upplýsingasöfnun og gagnaskilum
  • Brennandi áhugi á þróun orkumála
  • Góð innsýn í orkugeirann er kostur
  • Reynsla af fjármálastarfsemi og nýtingu viðskiptagreindar er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku jafnt í ræðu og riti er skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er æskileg
  • Frumkvæði, sköpunargleði, drifkraftur, skilvirkni, jákvæðni og metnaður
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Áhugi á að vinna í og taka þátt í að móta lifandi og metnaðarfullt starfsumhverfi
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur25. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Grensásvegur 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar