Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands
Hagstofa Íslands

Sérfræðingur í gagnavísindum rannsókna

Starfið felur í sér umsjón með rannsóknaþjónustu Hagstofu Íslands sem þjónustar fræðasamfélagið og opinbera aðila með ríkar greiningarþarfir. Samhliða rekstri felst í starfinu hönnun og þróun á rannsóknargagnagrunnum Hagstofunnar og lýsisgagna þeirra með það að leiðarljósi og að bæta þjónustuna og sjálfvirknivæða umsýslu gagna.

Í starfinu felast mikil samskipti við notendur í formi stuðnings við umsækjendur við gerð umsókna og greiningu gagnaþarfa þeirra, tiltekt og skipulagning rannsóknargagna í samstarfi við gagnatækniteymi Hagstofu Íslands , og umsýsla með rannsóknarumhverfi hagstofunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með rannsóknaþjónustu Hagstofu Íslands.

  • Framþróun rannsóknargagnagrunns Hagstofunnar og lýsigagna hans.

  • Uppbygging og þróun gagnamiðlunar innviða.

  • Þróun á aðferðafræði rekjanleikavarna og framkvæmd þeirra .

  • Umsjón með rannsóknarumhverfi Hagstofunnar (Iðunni).

  • Samstarf við gagnamiðlun um notendamiða þjónustu.

  • Samstarf við gagnasvið Hagstofunnar um þróun gagnalaga.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi með miklu gagnavísindalegu inntaki doktorsgráða er kostur.

  • Þekking á venslagagnagrunnum og SQL

  • Mikil færni á forritunarmáli sem notuð eru við gagnaúrvinnslu, svo sem R, Python eða Julia.

  • Mikil samskiptafærni

  • Mikil skipulagsfærni

  • Sjálfstæði í starfi og drifkraftur

  • Góð enskukunnátta

  • Reynsla og þekking á akademískum rannsóknum

  • Ritfærni á fræðilegum texta

  • Þekking á gæðastarfi er kostur

  • Þekking á kerfisstjórnun er kostur

  • Góð þekking rannsóknaraðferðum félagsvísinda er kostur

Fríðindi í starfi

Hvað býður Hagstofan upp á?

  • Krefjandi og spennandi verkefni

  • Vinnu í samfélagslega mikilvægu hlutverki

  • Skemmtilegt samstarfsfólk

  • Gott mötuneyti

  • Íþróttastyrk

  • Samgöngustyrk

  • Sveigjanlegan vinnutíma

  • Styttingu vinnuvikunnar

  • Möguleika til fjarvinnu

  • Hjólageymslu og bílastæði

Auglýsing birt18. nóvember 2024
Umsóknarfrestur2. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Borgartún 21A, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar